Slæm fjárfesting LSR

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Það á ekki af íslenskri verkalýðshreyfingu að ganga. Loksins þegar alvöru samkeppni kemst á í matvöruverslun á Íslandi með tilheyrandi kjarabótum fyrir almenning, veldur þessi sama samkeppni stórkostlegu höggi á eignir lífeyrissjóðanna í Högum. Þannig sá t.d. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins ástæðu til að auka hlut sjóðsins í Högum um rúma 3,5 milljónir hluti fyrir um 180 milljónir króna, aðeins viku eftir opnun Costco. Heildareign LSR fór þar með upp í 10,24%.

Markaðsverðmat þeirrar eignar hefur frá byrjun júní lækkað úr rúmum 6,3 milljörðum í rétt rúma 4,4 milljarða í dag. Friðrik Jónsson hagfræðingur hefur reiknað út, að bara á þessum viðskiptum hafi LSR tapað um fimmtíu milljónum króna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.