Raunir verslunarrisa

Raunir verslunarrisans Haga eru ekki litlar eftir komu Costco. Það er eins og þjóðin hafi verið leyst úr fjötrum, svo mjög hefur hún fagnað aukinni samkeppni á matvörumarkaði. Gengi bréfa i Högum hrynur og hrynur og athygli vekur að stjórnendur félagsins og stjórnarmenn eiga varla nokkur hlutabréf í félaginu lengur. Það er af sem áður var í þeim efnum, en helstu stjórnendur náðu að selja hlutabréf sín með góðum hagnaði áður en bandaríski risinn hélt innreið sína. Er undrunarefni að markaðurinn skuli ekki hafa tekið þeim tíðindum verr á sínum tíma, en raun ber vitni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.