Hótelbyggingar í bið

Mynd: ferdalag.is

Gífurleg uppbygging hefur verið í hótelgeiranum undanfarin ár í takt við mikla fjölgun ferðamanna. Nú heyrist að bankarnir séu orðnir tregari en áður til að lána fé til hótelbygginga og vilji sjá hvaða áhrif gengi og verðlag hefur á þróun í þessum geira áður en lengra er haldið. Því er líklegt að ýmis hótelverkefni verði annaðhvort slegin af eða sett á ís á næstunni. Auk þess er ljóst að tími samruna er runninn upp í ferðaþjónustunni, þar sem menn reyna að snúa bökum saman og standa mögulegt högg af sér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.