fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Átök í Viðreisn

Sigurvin Ólafsson
Laugardaginn 12. ágúst 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist sem átakalínur séu að teiknast upp innan Viðreisnar þessa dagana. Mikillar þreytu og vantrausts gætir í garð Benedikts Jóhannessonar formanns og sagt er að búið sé að afskrifa hann sem formann. Skuldinni vegna arfaslakra fylgismælinga flokksins í skoðanakönnunum er skellt á Benedikt og á hann sér orðið fáa talsmenn. Mikil valdabarátta á sér nú stað bak við tjöldin milli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og Þorsteins Víglundssonar um formannsstólinn. Þannig var eftir því tekið að Þorgerður talaði með mildari tón í garð íslensks landbúnaðar á dögunum þegar hún lýsti því að bregðast þyrfti við lækkuðu afurðaverði til sauðfjárbænda. Örskömmu síðar trillaði hins vegar Þorsteinn upp með stöðufærslu á Facebook þar sem hann sparkaði í tollvernd landbúnaðarvara og sagði tímabært að breyta kerfinu. Er talið að með því hafi hann beint spjótum sínum beint að Þorgerði. Gallinn er hins vegar sá að samkvæmt samþykktum Viðreisnar á ekki að halda landsfund, þar sem kosið er um formann, fyrr en haustið 2018. Það er því hætt við að átökin geti orðið langvinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Í gær

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku
Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu