Horft til Davíðs

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Fréttamoli Orðsins á götunni á Eyjunni í gær um að Davíð Oddsson væri að velta fyrir sér framboði í borginni, vakti mikla athygli. Sjálfstæðismenn leita dauðaleit að leiðtoga sem geti rifið fylgi flokksins upp og unnið sigur á óvinsælum meirihluta. Síðast þegar Davíð bauð sig fram í borginni fékk Sjálfstæðisflokkurinn meira en 60 prósenta fylgi, sem er ótrúlegur árangur. Það er því ekki að undra, að margir líti til hans vonaraugum og láti sig dreyma um að komast til áhrifa á ný.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.