fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Ákafur fjárfestir

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 23. júlí 2017 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjárfestingarleið Seðlabankans hefur réttilega verið til umræðu undanfarna daga, enda ljóst að margt sterkefnað fólk gat nýtt sér leiðina og fengið krónur með ríflegum afslætti og fjárfest hér á landi. Einn þeirra sem nýtti sér þessa leið er Jónas Hagan Guðmundsson sem gert hefur sig gildandi að undanförnu sem stór hluthafi í Kviku-banka. Hann keypti krónur fyrir evrur fyrir 187 milljónir í október 2013 á genginu 210. Gengið núna er ríflega 120 krónur, svo líklegt er að gengishagnaður af þessum viðskiptum sé um 70 milljónir króna, sem verður að teljast nokkuð gott.

Innan Kviku-banka er eftir því tekið að Jónas er hluthafi af gamla skólanum og hefur sterkar skoðanir á mönnum og málefnum. Þykir augljóst að hann ætli sér stærri hluti innan bankans, sem er einmitt um þessar mundir að sameinast fjármálafyrirtækinu Virðingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Í gær

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Í gær

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grunur um manndráp á Akureyri

Grunur um manndráp á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“