fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Stöðluð viðbrögð

Kolbrún Bergþórsdóttir
Þriðjudaginn 9. maí 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteini Víglundssyni jafnréttismálaráðherra hefur ekki gengið sem skyldi að koma í gegn frumvarpi sínu um jafnlaunavottun. Þrátt fyrir að frumvarpið sé afurð eins af helstu kosningamálum Viðreisnar og sé tilekið í samstarfssáttmála ríkisstjórnarinnar hefur ráðherrann mátt þola það að kollegar hans í ríkisstjórn, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, hafi komið í fjölmiðla og lýst því að þeir muni ekki styðja frumvarpið. Engu að síður stympast Þorsteinn við og ætlar sér að koma málinu í gegn. En í síðustu viku lenti Þorsteinn í óvæntum mótbyr þegar að Staðlaráð Íslands, hvorki meira né minna, skilaði umsögn sinni um frumvarpið. Það er skemmst frá því að segja að ráðið finnur frumvarpinu flest til foráttu. Þannig sé ekki staðlað hvað vottun sé og ekki sé heldur staðlað hvort verið sé að vísa til nýjustu útgáfu jafnlaunastaðals. Þá er ráðið hið argasta yfir að aldrei hafi verið leitað til þess við samningu frumvarpsins, þrátt fyrir að ráðið eigi höfundar- og nýtingarrétt á jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012 og sé útgefandi hans. Ætli þetta séu stöðluð viðbrögð?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus