fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Kærleiksheimilið

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 14. maí 2017 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir hafa verið margir, núningsfletirnir, sem hafa orðið ljósir milli ríkisstjórnarflokkanna frá ársbyrjun. Þó kærleikar hafi þótt miklir milli Viðreisnar og Bjartrar framtíðar virðist sem einhverjir brestir séu að koma í sambandið. Þannig lýsti Nichole Leigh Mosty, þingkona Bjartrar framtíðar og varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar, því í viðtali á dögunum að hún væri „alveg til í“ að fresta afgreiðslu jafnlaunafrumvarps Þorsteins Víglundssonar jafnréttismálaráðherra fram á haust. Þingmenn Viðreisnar munu hafa orðið hinir reiðustu vegna þessarar framgöngu Nichole og látið hana vita af því. Kannski hjónasvipurinn milli flokkanna tveggja sé farinn að fölna.

Í sama viðtali segir Nichole að mjög mörg verkefni liggi fyrir allsherjar- og menntamálanefnd þingsins því það séu „svo mörg ríkisstjórnarmál að koma upp til okkar núna“. Fyrir nefndinni liggja nú 19 mál en aðeins tvö mál sem vísað hefur verið til hennar hafa verið afgreidd frá Alþingi. Það má kannski efast um skipulagshæfileika þeirra sem leiða nefndina í því ljósi að fjögur mál sem var vísað til hennar í febrúar eru óafgreidd og sjö mál frá því í mars einnig. Af þeim hefur nefndaráliti bara verið skilað í einu máli, hin tíu eru enn til umræðu innan nefndarinnar. Kannski það þurfi að fara að taka eitthvað til í vinnulaginu en ekki bara kvarta í fjölmiðlum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Í gær

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“