fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Höfuðið upp úr sandinum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 17. mars 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hellti sér yfir Guðmund Andra Thorsson í grein í Fréttablaðinu í gær. Grein Sigríðar var svar við skrifum Guðmundar á sama vettvangi síðastliðinn mánudag. Þar vandaði Guðmundur Sigríði ekki kveðjurnar og kallaði hana strút sem stingi höfðinu í sandinn gagnvart umhverfismálum. Sigríður svarar því til að það sé skrítið að maður eins og Guðmundur telji sig þess umkominn að messa yfir fólki um umhverfismál, í ljósi þess að hann birti skrif sín í blaði, prentuðu á innfluttan pappír, sem berist óboðið inn á 80 þúsund heimili og endi sem sorp. Það sé óskapleg sóun og umhverfissóðaskapur. Það er gleðiefni ef þetta er orðin skoðun Sigríðar og hún ætli nú að leggjast á sveif með umhverfinu. Það er reyndar fráhvarf frá skoðunum hennar sem hún lýsti árið 2015, þar sem hún lagði meðal annars til að grænir skattar á bíla og eldsneyti yrðu afnumdir. Sömuleiðis hefur Sigríður áður sagt lítinn ávinning af því að draga úr útblæstri bíla, heildarlosun þeirra sé hlutfallslega lítill þáttur. Sigríður virðist því hafa dregið höfuðið upp úr sandinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Manndráp í Kiðjabergi – Mennirnir voru að byggja sumarbústað

Manndráp í Kiðjabergi – Mennirnir voru að byggja sumarbústað
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Í gær

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer
Fréttir
Í gær

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður fór dagavillt og því þarf að byrja allt málið upp á nýtt

Lögmaður fór dagavillt og því þarf að byrja allt málið upp á nýtt