Bjánalegu spurningarnar

Forsætisráðherra hafði áhyggjur af því að alþingismenn myndu ekki þora að opinbera fávisku sína ef nefndarfundir yrðu opnir.
Katrín Jakobsdóttir Forsætisráðherra hafði áhyggjur af því að alþingismenn myndu ekki þora að opinbera fávisku sína ef nefndarfundir yrðu opnir.
Mynd: VG

Ríkisstjórnin nú, líkt og allar ríkisstjórnir undanfarinna ára, vill ný vinnubrögð á Alþingi og auka gagnsæi. Í umræðu um málið á Alþingi ítrekaði Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati enn og aftur þá skoðun sína að fundir fastanefnda Alþingis yrðu að jafnaði opnir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur að það megi gera meira af því að opna nefndarfundi en það var hins vegar eitt atriði sem hún hafði áhyggjur af, það er hvort þingmenn myndu veigra sér að spyrja „bjánalegu spurninganna“ ef þeir væru í beinni útsendingu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.