Geirssaga

Niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Geirs Haarde hefur farið misjafnlega í menn. Stuðningsmenn Geirs hafa haldið því á lofti að málið hafi ekki snúist um niðurstöðu Landsdóms, heldur miklu frekar þá meintu pólitísku aðför sem átti sér stað á Alþingi, þar sem ráðherrar Samfylkingar sluppu á meðan Geir var krossfestur. Andstæðingar hans telja niðurstöðuna sönnun þess að þeir hafi allan tímann haft rétt fyrir sér. Eitt eru þó nánast allir sammála um – það er að Landsdómur sé barn síns tíma og fara þurfi aðrar leiðir ef gera eigi ráðamenn ábyrga fyrir gjörðum sínum. Svo er auðvitað bara spurning hvort ekki sé rétt að láta kjósendum eftir það mat í kjörklefanum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.