(Ó)gæfa Pírata

Sagan segir að Píratar hafi verið tilbúnir til að víkja frá flestum sínum prinsippmálum til að komast í ríkisstjórn. Sjálfir hafa þeir hafnað slíkum fullyrðingum. Hvað sem því líður þá geta þeir líklega þakkað fyrir að enda utan ríkisstjórnar. Staðan er einfaldlega sú að margar hugmyndir þeirra eru þess eðlis að aðrir og hefðbundnari flokkar hefðu aldrei getað samþykkt þær. Það hefði því verið dauðadómur yfir Pírötum að fara í stjórn með lítil sem engin áhrif. Baklandið hefði aldrei samþykkt slíkt til lengdar og því hefði óhjákvæmilega komið til uppgjörs, bæði innan flokks og utan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.