Stóra planið

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Smáfuglarnir segja að stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna eigi sér lengri aðdraganda en flestir halda. Þannig hafi verið sett á svið ákveðið sjónarspil með upphaflegum viðræðum gömlu stjórnarandstöðuflokkanna til að Katrín Jakobsdóttir gæti réttlætt gagnvart baklandinu að farið væri í viðræður við Sjalla og Framsókn. Þar á bæ geta menn vel hugsað sér að Katrín setjist í stól forsætisráðherra, enda væri þar með verið að rétta fram sáttarhönd sem Vinstri græn gætu selt efasemdamönnunum þar á bæ.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.