Aftur á kortið?

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Formannsskipti í Viðreisn eru tíðindi og fyrir vikið komst flokkurinn í fjölmiðla. Í sjónvarpsviðtali við fréttastofu RÚV komu formaðurinn fyrrverandi, Benedikt Jóhannesson, og nýr formaður, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, mörgu að á stuttum tíma, þar á meðal þuldu þau upp helstu stefnumál flokksins og lögðu áherslu á að flokkur eins og Viðreisn yrði að vera til. Í kosningabaráttu þar sem margir flokkar eru í framboði og hver um sig fær lítinn tíma skiptir pláss í fréttatíma miklu máli. Benedikt og Þorgerður kunnu að nýta sér það. Spurning hvort það hafi nægt til að koma flokknum aftur á kortið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.