Margrét úr Flokki fólksins

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Ekki er nema tæpur mánuður síðan Margrét Friðriksdóttir, hinn trúrækni frumkvöðlafræðingur, yfirgaf Frelsisflokkinn og gekk til liðs við Flokk fólksins. Í fyrstu virtist það hvalreki fyrir flokkinn sem hefur risið hátt í skoðanakönnunum á þessu ári. En nokkrum dögum eftir vistaskiptin þvertók Inga Sæland formaður fyrir það að Margrét yrði á framboðslista flokksins fyrir alþingiskosningarnar. Á miðvikudag sagðist Margrét sennilega hætt við að kjósa flokkinn og lýsti sig munaðarlausa í pólitík.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.