fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Svört skýrsla

Ritstjórn DV
Laugardaginn 8. október 2016 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það styttist í að Ríkisendurskoðun birti niðurstöður viðamikillar úttektar á eignasölu Landsbankans á árunum 2010 til 2016 og ætti hún að líta dagsins ljós í opinberri skýrslu til Alþingis fljótlega eftir þingkosningar í lok þessa mánaðar. Stofnunin ákvað að ráðast í þá skoðun í kjölfar umdeildrar sölu bankans á 31% hlut í greiðslukortafyrirtækinu Borgun í árslok 2014 en hluturinn var ekki auglýstur til sölu.

Drög að skýrslu Ríkisendurskoðunar liggja nú þegar fyrir og sagt er að niðurstaða hennar kunni að reynast Steinþóri Pálssyni, bankastjóra Landsbankans, afar þungbær. Auk sölunnar á hlut bankans í Borgun tók Ríkisendurskoðun meðal annars einnig til skoðunar sölu bankans á eignaumsýslufélaginu Vestia árið 2010 og 40% hlut í Promens ári síðar en í báðum tilfellum voru eignirnar ekki auglýstar. Steinþór hefur verið undir þrýstingi frá Bankasýslunni vegna Borgunarmálsins en í yfirlýsingu frá fimm bankaráðsmönnum bankans fyrr á árinu kom meðal annars fram að bankaráðið hefði fengið þau skilaboð að það „eina sem dygði“ væri að segja Steinþóri upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala