Ráðherrasonur án vinnu

Meðal þeirra sem nú leita sér að atvinnu er Glúmur Baldvinsson sem er laus eftir að hafa starfað um hríð í Afganistan. Glúmur var einn umsækjenda um frægt starf hjá Þróunarsamvinnustofnun sem féll í skaut Guðmundi Rúnari Árnasyni, flokksbroddi Samfylkingar í Hafnarfirði. Mun þetta hafa orðið ráðherrasyninum þungbært. Nú er hermt að Glúmur sé líklegur til að feta í fótspor föður síns, Jóns Baldvins Hannibalssonar, og ná frama í stjórnmálum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.