Eldhress Kristján

Vangaveltur hafa verið uppi um að Kristján Möller, leiðtogi Samfylkingar í Norðausturkjördæmi, ætli að hætta í stjórnmálum af heilsufarsástæðum. Þetta mun ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum. Sá norðlenski kjördæmakóngur er sagður fullur orku og vilja til að halda áfram á þingi. Hann mun þó þurfa að verja vígi sitt því Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður og ljóðskáld, vill líka halda áfram og mun reyna að ná efsta sætinu fremur en hverfa af þingi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.