Friðjón langar

Friðjón R. Friðjónsson fyrrum kosningastjóri Þóru Arnórsdóttur og fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar er sagður vera að íhuga framboð í Kraganum. Friðjón er reyndur kosningasmali og stýrði kjöri Bjarna til formanns á sínum tíma. Friðjón er almannatengill og hefur unnið fyrir marga forystumenn Sjálfstæðisflokksins. Hvort það eigi eftir að nýtast honum í prófkjöri á eftir að koma í ljós. Það verður þó varla talið honum til tekna að hafa aðstoðað Þóru Arnórsdóttur í forsetakjörinu þegar flestir sjálfstæðismenn kusu Ólaf Ragnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.