Pétur óráðinn

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Það hefur legið í loftinu að Pétur Blöndal muni hætta þingmennsku eftir kjörtímabilið. Nú heyrist aftur á móti að honum hafi snúist hugur og hann ætli að halda áfram. Pétur er skeleggur þingmaður sem aldrei hefur farið troðnar slóðir. Hann þykir hafa skýra sýn á efnahagsmál og fjármálalífið. Pétur hefur vakið sérstaka athygli á greiningu sinni á bóluhagkerfinu. Hann er með sterkt bakland meðal flokksmanna en hefur litla náð fyrir augum forystunnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.