Lykilorð Þóru

Mynd: © DV ehf / Ásgeir M Einarsson

Þóra Tómasdóttir, fyrrverandi Kastljóskona, er þessi misserin í Ósló í Noregi þar sem hún starfar við kvikmyndagerð. Greinilegt er að í útlegðinni vill hún ekki missa af því að lesa DV á netinu án þess þó að borga.

Hún upplýsti á Fésbókarsíðu sinni að komið væri babb í bátinn. Hún hefði lesið DV með áskriftarlykilorði borgarstjórnar en nú væri búið að breyta því. Systir Þóru er Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi sem sver af sér aðild að málinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.