Vantrúarmenn beygja guðfræðinga

Reynir Harðarson og fleiri forsvarsmenn Vantrúar hafa undanfarnar vikur gagnrýnt kennslu við guðfræðideild Háskóla Íslands, sérstaklega þegar kemur að því hvernig fjallað hefur verið um Vantrú og forsvarsmenn félagsins í námskeiði um nýtrúarhreyfingar þar sem hefur verið fjallað um félag þeirra vantrúarmanna.

Hafa þeir kvartað undan því að ummæli þeirra hafa verið tekin úr samhengi og málstaður þeirra afbakaður. Lengi vel bárust engin viðbrögð frá guðfræðideild en nú hafa Vantrúarmenn fengið svar frá Pétri Péturssyni, forstöðumanni guðfræðideildar. Lofar hann að mið verði tekið af athugasemdum félagsins ef námskeiðið verður kennt aftur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.