Afturbatapíkan Hannes

Fullyrt er að Hannes Hólmsteinn Gissurarson hafi aðeins að litlu leyti komið að söfnun tilvitnana í ,,stórvirki" sitt, miklu tilvitnanabókina.

Hann hafi haft sér til aðstoðar gamlan lærisvein sem hafi séð um að safna í bókina. Ekki er þó getið um annan ,,höfund" en Hannes sjálfan. Það þykir raunar mikið þrekvirki af honum að birta svo margar tilvísanir án þess að þess að stela einni einustu þeirra. Hannes mun þannig hafa lært ýmislegt af því að vera dæmdur fyrir þjófnað á texta Nóbelsskáldsins. Hann gæti jafnvel verið orðinn afturbatapíka svo vísað sé til skilgreiningar Halldórs Laxness á þeim sem misstíga sig en sjá að sér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.