fbpx
Þriðjudagur 19.febrúar 2019
FréttirPressan

Tugir þúsunda sóttu minningartónleika um Kim Larsen í gærkvöldi – Sjáðu og hlustaðu á lokalagið

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. október 2018 05:03

Kim Larsen á sviði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska ríkisútvarpið (DR) stóð fyrir minningartónleikum um Kim Larsen á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Talið er að um 35.000 manns hafi sótt tónleikana sem var sjónvarpað beint á aðalrás DR. Risaskjám var komið fyrir í nágrenni Ráðhústorgsins og einnig í Árósum, Álaborg og Óðinsvéum. Í Árósum söfnuðust um 8.000 manns saman til að horfa á tónleikana á risaskjá, um 10.000 í Álaborg og um 3.500 í Óðinsvéum, heimabæ Larsen.

Margir listamenn komu fram og sungu lög eftir Larsen en það verður að segjast að fæstir þeirra eru mjög þekktir og hefur það verið gagnrýnt nokkuð. Ekstra Bladet sagði til dæmis að tónleikunum loknum að þeir hefðu ekki verið Larsen til sóma, svo slakir hefðu flestir listamennirnir verið.

Stúlknakór DR kom fram og söng síðasta lagið og má kannski segja að flutningur kórsins á laginu Om lidt hafi staðið upp úr dagskrá kvöldsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Saga fékk undarlega blómasendingu á Valentínusardaginn – Sendandinn vildi fá munngælur í staðinn

Saga fékk undarlega blómasendingu á Valentínusardaginn – Sendandinn vildi fá munngælur í staðinn
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Mikill lyfjaskortur í Noregi

Mikill lyfjaskortur í Noregi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lyktin í þessum smábæ er að gera íbúa brjálaða

Lyktin í þessum smábæ er að gera íbúa brjálaða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ökumaður peningaflutningabíls hvarf í 35 klukkstundir – Nú er hann fundinn en það vantar helming peninganna

Ökumaður peningaflutningabíls hvarf í 35 klukkstundir – Nú er hann fundinn en það vantar helming peninganna