fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Neytendur

Svona muntu standa við nýársheitið um bættan fjárhag á árinu 2018

Nokkur frábær ráð á nýju ári

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 2. janúar 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir vilja minnka skuldir sínar og því eru fjármálanýársheit ekki síður mikilvæg en heit um breyttan lífsstíl. Á síðunni Money Talk News er fjallað um hvernig hægt sé að halda slík heit, gera upp skuldir, greiða nið­ur lán og halda fjármálum í góðu jafnvægi.

1.) Gerðu lista

Taktu saman allar skuldir þínar og lán. Ef þú ert ekki með allar upplýsingar hringdu þá í bankann og lánastofnanir og fáðu þær sendar til þín.

2.) Skuld til að greiða upp

Þegar upplýsingar um skuldir og lán liggja fyrir veldu þá eitt þeirra sem þú vilt einbeita þér að. Það má virðast skynsamlegast að byrja á því að greiða niður lánið sem ber hæstu vextina. Það er þó jafnvel betra að byrja á litlu lánunum.

Á þann hátt sérð þú árangurinn fyrr og gengur betur að halda þig við efnið. Hvaða leið sem þú velur að fara þá byrjar þú á að velja skuld og reynir að eyða henni. Borgaðu inn á öll lánin, eins lítið og mögulegt er inn á öll nema það sem þú valdir. Leggðu inn á það eins mikið og þú getur. Þá er ráðlagt að taka 10 pró­sent af mánaðartekjunum og nota í að leggja inn á lánið.

Til þess að ná þessum auka pening til að borga niður skuldir þarf að draga saman í öðrum útgjöldum. Notaðu hverja krónu sem þú getur til að borga inn á lánið.

3.) Snjóboltaáhrifin

Um leið og þú hefur borgað niður fyrsta lánið skaltu snúa þér að því næsta á listanum. Inn á lán númer tvö leggur þú þar af leiðandi lágmarkið sem þú gerðir áður, auk upphæðarinnar sem þú lagðir inn á fyrsta lánið. Þetta tvennt bætist því við venjulegar mánaðargreiðslurnar.

Þegar þetta lán númer tvö hefur verið greitt byrjar þú á láni númer þrjú á listanum. Þar fer allt sem fór inn á lán númer eitt og tvö auk lágmarksgreiðslunnar sem þú greiddir áður inn á lán númer þrjú og venjulegrar mánaðargreiðslu. Þegar þú bætir gömlum innágreiðslum við nýjar niðurgreiðslur býrð þú til svokölluð snjó­boltaáhrif.

Ef þú getur notað það sem samsvarar 10 prósentum af launum þínum í að greiða niður skuldir og skapa slík snjóboltaáhrif ættir þú að geta greitt niður skuldir þínar á mun skemmri tíma.

4.) Finndu pening

Það er algengt að fólk telji sig ekki hafa pening aflögu til að greiða inn á skuldir. Um leið og maður fer hins vegar að skoða útgjöldin hjá sér og í hvað maður eyðir kemur oftast fljótt í ljós að það má spara á mörgum stöðum.

Sem dæmi má nefna að það getur verið mikill sparnaður í því að segja upp áskrift á sjónvarpsstöðvum og tímaritum. Þrátt fyrir fyrirheit um að komast í betra form þá er ekki nauðsynlegt að eyða mörg þúsund krónum á mánuði í líkamsræktina. Farðu frekar út að hlaupa eða leigðu þér líkamsræktarmyndband og æfðu þig heima. Það sem skiptir því máli er að „búa til“ niðurgreiðslupening og skapa snjóboltaáhrifin. Það veitir þér hvatningu að halda áfram þegar þú sérð áhrifin og hvernig skuldirnar fara að lækka.

Nokkur sparnaðarráð

Nokkur sparnaðarráð

1. Raunhæf markmið

Að setja sér markmið er mikilvægt en að setja rétt markmið er nauðsynlegt. Hafir þú til að mynda sett þér það markmið að spara á árinu þá vantar mælanleikann. Með því að setja skýrari markmið, veistu hvað þú átt að gera og hvenær. Því nákvæmara sem markmiðið er, því meiri líkur eru á því að þú standir við það.

2. Láttu sparnaðinn hafa tilgang

Það hljómar betur að spara 100.000 krónur fyrir utanlandsferð en einungis að spara 100.000 krónur. Það skiptir í raun ekki máli í hvað peningarnir fara svo lengi sem það er tilgangur með sparnaðinum.

3. Raunsæi er mikilvægt

Ekki búast við því að geta lagt 50 prósent af tekjum þínum til hliðar ef þér tókst ekki að spara 5 prósent af þeim í fyrra. Slík markmið eru dæmd til að mistakast.

4. Skiptu markmiðunum í einingar

Markmiðin virðast ekki eins stór og óyfirstíganlega ef þeim er skipt upp í smærri einingar. Ekki reyna að spara 500.000 krónur yfir árið. Reyndu frekar við 10.000 krónur á viku. Markmiðið er það sama en það seinna virðist viðráðanlegra.

5. Borgaðu þér sparnað

Þú ættir að leggja inn á sparnaðinn alveg eins og þú borgar reikningana. Láttu færa mánaðarlega inn á sparnaðarreikning um leið og reikningar eru greiddir.

6. Verðlaunaðu þig

Að spara pening krefst einhverra fórna. Gleymdu þó ekki að verðlauna þig öðru hvoru. Eins og börn fá frímínútur í skólanum er nauðsynlegt að taka sér pásu. Það getur verið að kaupa sér góðan kaffibolla öðru hvoru. Passaðu bara að fá ekki samviskubit út af því. Það á aldrei að fá samviskubit yfir slíkum verðlaunum sem maður veitir sér.

7. Fylgstu með

Það er gott að skoða reglulega hve mikið þú hefur sparað og tvær ástæður eru fyrir því. Önnur er að til að sjá hvað þú ert komin með en hin er til að halda einbeitingunni. Hafðu því markmiðin alltaf fyrir framan þig til að muna af hverju það er mikilvægt að ná þeim

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanNeytendur
24.04.2020

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19
EyjanNeytendur
12.04.2020

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“
Neytendur
09.02.2020

Hvað er málið með örorkubætur?

Hvað er málið með örorkubætur?
Neytendur
02.02.2020

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár
EyjanNeytendur
23.07.2019

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“
EyjanNeytendur
01.07.2019

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“
EyjanNeytendur
06.05.2019

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn
EyjanNeytendur
02.05.2019

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“