Hvað verður um öll eggin sem ekki seljast?

Ruslagámurinn bíður margra eftir páska – Önnur fá annað tækifæri eða nýtt líf – Framleiðendur reyna að lágmarka sóun

Mynd: Birtingur ehf / Sigtryggur Ari

Árlega framleiða íslenskar sælgætisgerðir mörg tonn af páskaeggjum í ótal stærðum og gerðum í von um að hafa fundið blönduna sem freistar Íslendinga nóg til að veðja á þeirra framleiðslu. Nú þegar páskaeggjavertíðin stendur sem hæst í aðdraganda páskanna eru verslanir smekkfullar upp í rjáfur með stæðum af súkkulaðipáskaeggjum sem að sjálfsögðu eru ómissandi liður í páskahátíðinni jafnt hjá ungum sem öldnum.

En skiljanlega seljast ekki öll þessi ósköp af nammifylltum súkkulaðieggjum fyrir páskana. Hver verða þá örlög þeirra eggja sem eftir sitja í hillunum? DV leitaði svara við þeirri spurningu hjá sælgætisframleiðendunum þremur, Góu, Nóa Síríus og Freyju. Allir eiga framleiðendurnir það sameiginlegt að gera vel ígrundaðar framleiðsluáætlanir sem miða að því að hámarka nýtingu og lágmarka förgun. Ljóst er hins vegar að ruslagámurinn bíður margra óseldra eggja, þótt undantekningar séu þar á. Einn framleiðandi upplýsir að engu eggi sé fargað.

Sjáðu svör framleiðenda í DV í dag

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.