Neytendur

Ólöglegum og hugsanlega hættulegum tuskudýrum verður fargað

Neytendastofa tekur leikföng sem seld voru í versluninni Minn heimur úr umferð – Voru ekki CE-merkt

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 30. mars 2017 14:36

Neytendastofa hefur sett sölu- og afhendingarbann á tólf tegundir tuskudýra í versluninni Minn heimur þar sem ekkert þeirra hafði fengið CE-vottun líkt og reglur kveða á um. Alls var um að ræða 124 tuskurdýr sem Neytendastofa lagði hald á og verður fargað.

Í tilkynningu á vef stofnunarinnar segir að í kjölfar ábendingar um að mjúkdýr í versluninni væru ekki í lagi hafi 124 þeirra verið tekin til nánari skoðunar. Í ljós kom að CE-merkingar vantaði á öll þeirra.

„Þá voru sum mjúkdýrin byrjuð að rifna meðfram saumum og fyllingin farin að detta úr. Það getur skapað hættu fyrir ungabörn þar sem ekki er vitað um efnainnihald fyllinganna auk þess sem að það getur valdið köfnunarhættu. Þá voru sum mjúkdýranna með batterí sem auðveldlega gátu losnað úr þegar saumarnir byrja að rifna.“

Neytendastofa óskaði eftir gögnum um framleiðslu tuskudýranna en engin svör bárust frá rekstraraðila verslunarinnar. Stofnunin vekur þó athygli á því að engar tilkynningar hafi borist um slys af völdum leikfanganna, sem meðal annars voru í formi vinsælla teiknimyndapersóna á borð við Svamp Sveinsson, Hello Kitty, Spiderman og Minions. Tilkynninguna og ákvörðunina í heild sinni má nálgast hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Neytendur
12.11.2017

Dauðinn er dýr

Kostnaðurinn allt að 1,5 milljónir – Gríðarleg fjölgun á útförum í kyrrþey

Dauðinn er dýr
Neytendur
28.05.2017

Sara fór í Costco: „Það er búið að hafa okkur að algjörum fíflum“ – Sjáðu verðmuninn

Sara fór í Costco: „Það er búið að hafa okkur að algjörum fíflum“ – Sjáðu verðmuninn
Neytendur
09.05.2017

Innflutningur á drykkjarvörum í uppnámi vegna séríslenskrar kröfu um lóðrétt strikamerki

Innflutningur á drykkjarvörum í uppnámi vegna séríslenskrar kröfu um lóðrétt strikamerki
Neytendur
10.04.2017

Páskaeggjasmökkun DV: Þetta eru bestu páskaeggin

Egg með sérstöðu sköruðu fram úr – Of mikil einsleitni í páskeggjaflórunni – Lakkrísinn misvinsæll

Páskaeggjasmökkun DV: Þetta eru bestu páskaeggin
Neytendur
25.03.2017

Hægt að velja á milli níu erlendra borga fyrir sama verð og til Akureyrar

Hægt að velja á milli níu erlendra borga fyrir sama verð og til Akureyrar
Neytendur
24.03.2017

15 þúsund krónum ódýrara að fljúga til Edinborgar en Akureyrar

15 þúsund krónum ódýrara að fljúga til Edinborgar en Akureyrar