Hægt að velja á milli níu erlendra borga fyrir sama verð og til Akureyrar

Hægt er að velja á milli níu áfangastaða í Evrópu fyrir svipað verð og greitt er fyrir flug til og frá Akureyri yfir páskahátíðina. Þannig væri til að mynda hægt að verja páskunum á útikaffihúsum í Amsterdam, í göngutúrum í París eða í skíðabrekkum í Noregi. Rúmlega 15 þúsund króna verðmunur er á ódýrasta erlenda áfangastaðnum og höfuðstað Norðurlands.

Ódýrasti áfangastaðurinn er Edinborg, en flugfar þangað til og frá fyrir tvo kostar 49.991 krónu, sem er 15.460 krónum ódýrara en ferðalagið til Akureyrar. Dýrast væri að fljúga til Kaupmannahafnar en flugið þangað og heim fyrir tvo kostar 67.991 krónu og er því tæplega 2.500 krónum dýrara en til og frá Akureyri.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.