15 þúsund krónum ódýrara að fljúga til Edinborgar en Akureyrar

Hægt er að velja um flug til og frá níu áfangastöðum í Evrópu fyrir sama verð og greitt er fyrir flug til og frá Akureyri. Innifalið í verðinu eru þá tilheyrandi gjöld og skattar, auk handfarangursheimildar fyrir báða aðila. Á 6 af þessum 9 stöðum er flugið ódýrara en til og frá Akureyri.

Ódýrasti áfangastaðurinn er Edinborg, en flugfar þangað til og frá fyrir tvo kostar 49.991 krónu, sem er 15.460 krónum ódýrara en ferðalagið til Akureyrar. Dýrast væri að fljúga til Kaupmannahafnar en flugið þangað og heim fyrir tvo kostar 67.991 krónu og er því tæplega 2.500 krónum dýrara en til og frá Akureyri.

Í úttekt helgarblaðs DV má finna lista yfir þessa níu áfangastaði en brot úr greininni birtist hér fyrir neðan.

65 þúsund allt í allt

Hér er miðað við tvo fullorðna einstaklinga sem hyggjast fljúga frá Reykjavík miðvikudaginn 12. apríl og koma til baka annan í páskum, þann 17. apríl.

Miðað er við svokallað netverð við pöntun á vef Flugfélags Íslands. Flogið er frá Reykjavík klukkan 16.10 síðdegis og kostar farið 13.100 krónur á mann. Farangur er þar ekki innifalinn. Leyfilegt er að hafa meðferðis allt að 6 kíló í handfarangri. Farangursheimild upp að 20 kílóum kostar 990 krónur aukalega.

Við heimferð er ekki hægt að velja netverð, heldur er einungis hægt að velja á milli ferðasætis og fríðindasætis og er ferðasætið valið, enda ódýrari kostur. Þá kostar farið 19.625 krónur á mann og fylgir þá með farangursheimild upp á allt að 20 kíló.

Flug til og frá höfuðstað Norðurlands að viðbættum farþegagjöldum kostar þannig allt í allt 65.450 krónur fyrir tvo einstaklinga.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.