Kílóið af túristaharðfiski á 26 þúsund krónur

Okrað á ferðamönnum með íslensku nasli – Algengt kílóverð á sambærilegri vöru 8 þúsund krónur

Kílóverðið á þessum harðfisksbitum sem augljóslega eru markaðssettir fyrir erlenda ferðamenn er rúmar 26 þúsund krónur.
Fokdýr fiskur Kílóverðið á þessum harðfisksbitum sem augljóslega eru markaðssettir fyrir erlenda ferðamenn er rúmar 26 þúsund krónur.
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Munað getur 105 prósentum á kílóverði á íslenskum harðfiski þar sem verðmunurinn er einungis útskýrður með því að sumum er pakkað í umbúðir sem eiga að höfða til erlendra ferðamanna en hinum ekki. Kílóverðið á harðfisksbitunum Icelandic Dry Fish, sem seldir eru í 30 gramma dósum, í verslunum 10-11 er 26.633 krónur. Algengt kílóverð á sambærilegum bitaharðfiski í verslunum er um átta þúsund krónur.

Græðgin má ekki heltaka okkur

Fjölmörg dæmi eru um að dæmigerðum íslenskum vörum sé umpakkað í erlendar umbúðir og þær seldar með gríðarlegri álagningu. Formaður Neytendasamtakanna segir að Íslendingar þurfi almennt að fara að hugsa sig gang varðandi okur á ferðamönnum og gæta sín á að láta græðgina ekki heltaka sig. Orðspor okkar sé undir.

„Við höfum séð þetta í ýmsum vörutegundum að vara er sett í aðrar umbúðir með erlendum merkingum og seld á miklu hærra verði. Almennt teljum við náttúrlega ekki til fyrirmyndar að gera svona. Við, Íslendingar, þurfum að hugsa okkar gang. Græðgin má ekki alveg heltaka okkur gagnvart þessum túrisma,“ segir Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna.

Hann segir Íslendinga verða að gæta sín.

Meira í DV í dag.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.