fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Neytendur

Fimm prósenta lækkun eftir afnám tolla

Sjónvarpstæki hafa lækkað mest í verði hjá ELKO – Sum tækin hafa hækkað í verði

Ritstjórn DV
Laugardaginn 25. febrúar 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimmtíu og fimm tommu sjónvarpstæki hafa á Íslandi að jafnaði lækkað um 5% í verði frá því í nóvember. Sjónvarpstækin í ELKO hafa lækkað mest, eða um 8,8% að jafnaði en minnst í Ormsson og Heimilistækjum. Framkvæmdastjóri ELKO, Gestur Hjaltason, segir við DV að fyrirtækið hafi ráðist í flata lækkun um áramótin, vegna niðurfellinga tolla, jafnvel þótt mörg sjónvarpstækin hafi komið frá Evrópu og ekki borið tolla.

DV birti í desember stóra úttekt á verði allra 55 tommu sjónvarpstækja sem seld eru á Íslandi og bar saman við verð á öðrum Norðurlöndum. Niðurstaðan var sú að sjónvarpstækin voru að jafnaði 30% dýrari á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Þess má geta að þegar DV fór að spyrjast fyrir um tækin munaði fyrst 40% að jafnaði en tækin lækkuðu sum hver snarlega í verði þegar DV fór að leita skýringa á þessum mikla verðmun.

Tollarnir farnir

Um áramótin voru tollar af sjónvarpstækjum, sem og öðrum raftækjum, afnumdir en þeir námu áður 7,5%. Það er því ódýrara nú fyrir sjónvarpssala, en nokkru sinni áður, að flytja inn sjónvarpstæki.
Athugun DV á verði þessara sömu sjónvarstækja nú sýnir að mörg sjónvarpstækin hafa lækkað í verði. Það gildir þó alls ekki um öll tækin enda hafa sum hækkað svolítið í verði frá því í desember. Jafnvel þótt ný tæki séu komin á markað og um sé að ræða eldri týpur.

Mismikil lækkun

Þegar rýnt er í verðbreytingar einstakra fyrirtækja kemur ELKO best út hvað umrædd tæki varðar. Lækkunin er 8,8% að jafnaði en nokkur tæki hafa ekki lækkað í verði, þrátt fyrir að Gestur tali um flata lækkun. Sjónvarpsmiðstöðin hefur lækkað verðið um 3,5%, Árvirkinn um 7,6%, HT um 4%, Nýherji um 4,5% (þrjú tæki hafa hækkað í verði en eitt lækkað mikið), sjónvörpin í Ormsson hafa lækkað um 2% í verði að jafnaði.

Sony KD55XD9305 hefur lækkað mest í verði hjá ELKO eða um 28%. Það kostar nú 235 þúsund krónur í stað 300 þúsund króna í desember. Af tuttugu og þremur 55 tommu tækjum kosta fjögur það sama og í desember en fjögur eru ekki lengur fáanleg. Eitt tæki hefur hækkað lítillega í verði (Philips 55PUS6501) en önnur hafa lækkað. Algeng lækkun er á bilinu 7–14%.

Barist við birgja

Gestur segir mikla samkeppni á Íslandi þegar kemur að sjónvarpstækjum. Með netvæðingu og auknum utanlandsferðum Íslendinga hafi hún aukist til muna. Gestur bendir á að tollalækkunin hafi náð til raftækja sem framleidd voru utan Evrópu. Hann segir að niðurfelling tolla skýri að einhverju leyti þá lækkun sem DV hefur orðið vart við en einnig hefur fyrirtækið unnið mikið í því að ná betri samningum við birgja. Umfjöllun um verðlag og verðsamanburður hjálpi þar til. „Við berjum á okkar birgjum eins og við getum og almennt séð eykur umfjöllun líkur okkar á að sækja í sömu brunna og stóru aðilarnir.“

Costco verður opnað á Íslandi í maí. Gestur á von á að tilkoma fyrirtækisins muni herða samkeppnina enn frekar. Hann sér fram á að þeir muni vera með fáar vörutegundir, og þá helst línur sem eru á útleið, en á mjög góðu verði sem erfitt geti verið að keppa við. ELKO muni áfram vera með mikið úrval, nýjustu vörurnar, og keppast við að bjóða hagstætt verð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanNeytendur
24.04.2020

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19
EyjanNeytendur
12.04.2020

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“
Neytendur
09.02.2020

Hvað er málið með örorkubætur?

Hvað er málið með örorkubætur?
Neytendur
02.02.2020

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár
EyjanNeytendur
23.07.2019

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“
EyjanNeytendur
01.07.2019

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“
EyjanNeytendur
06.05.2019

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn
EyjanNeytendur
02.05.2019

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“