Fimm prósenta lækkun eftir afnám tolla

Sjónvarpstæki hafa lækkað mest í verði hjá ELKO - Sum tækin hafa hækkað í verði

Gestur Hjaltason hjá Elko.
Framkvæmdastjóri Gestur Hjaltason hjá Elko.
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Fimmtíu og fimm tommu sjónvarpstæki hafa á Íslandi að jafnaði lækkað um 5% í verði frá því í nóvember. Sjónvarpstækin í ELKO hafa lækkað mest, eða um 8,8% að jafnaði en minnst í Ormsson og Heimilistækjum. Framkvæmdastjóri ELKO, Gestur Hjaltason, segir við DV að fyrirtækið hafi ráðist í flata lækkun um áramótin, vegna niðurfellinga tolla, jafnvel þótt mörg sjónvarpstækin hafi komið frá Evrópu og ekki borið tolla.

DV birti í desember stóra úttekt á verði allra 55 tommu sjónvarpstækja sem seld eru á Íslandi og bar saman við verð á öðrum Norðurlöndum. Niðurstaðan var sú að sjónvarpstækin voru að jafnaði 30% dýrari á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Þess má geta að þegar DV fór að spyrjast fyrir um tækin munaði fyrst 40% að jafnaði en tækin lækkuðu sum hver snarlega í verði þegar DV fór að leita skýringa á þessum mikla verðmun.

Um áramótin voru tollar af sjónvarpstækjum, sem og öðrum raftækjum, afnumdir en þeir námu áður 7,5%. Það er því ódýrara nú fyrir sjónvarpssala, en nokkru sinni áður, að flytja inn sjónvarpstæki.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.