Við greiðum allt að 60 prósentum meira fyrir Domino's pítsuna

Sömu eigendur hér og úti – Íslendingar vilja tilboð en Norðmenn lægra verð á matseðli – Osturinn ódýrari í Svíþjóð

Verðið á stökum sóttum pítsum af matseðli Domino's er mun hærra hér en í nágrannalöndunum. Kauphegðun Íslendinga hefur verið kortlögð þannig að við viljum kaupa tilboðspakka á meðan Norðmenn rýna frekar í verð af matseðlum.
Verðið á stökum sóttum pítsum af matseðli Domino's er mun hærra hér en í nágrannalöndunum. Kauphegðun Íslendinga hefur verið kortlögð þannig að við viljum kaupa tilboðspakka á meðan Norðmenn rýna frekar í verð af matseðlum.

Íslendingar greiða allt að 60 prósent hærra verð við stóra Domino's pítsu af matseðli en neytendur í nágrannalöndunum þar sem íslenskir eigendur pítsukeðjunnar hafa verið að hasla sér völl á undanförnum misserum.

Pizza Pizza ehf., félag í meirihlutaeigu íslenska athafnamannsins Birgis Þórs Bieltvedt, á meirihluta í Domino's á Íslandi sem og í Noregi og Svíþjóð. Domino's rekur tuttugu og tvo pítsustaði hér á landi, tólf í Noregi og tvo í Svíþjóð en þar var fyrsti staðurinn opnaður í byrjun desember síðastliðnum. Þrátt fyrir að vera í eigu sömu aðila þá leiddi athugun DV í ljós að verulegur verðmunur er á pítsunum í þessum löndum. Framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi segir muninn skýrast af mörgum þáttum, meðal annars uppbyggingu matseðla sem sé mismunandi milli landa. Íslendingar séu tilboðsdrifnir kaupendur á meðan Norðmenn horfi til verðlags á matseðlum. Tilboðin séu fleiri og hagstæðari á Íslandi en sóttar pítsur af matseðli eru mun ódýrari í nágrannalöndunum. Hann segir að miðað við kauphegðun Íslendinga séum við í raun að fá pítsurnar á sambærilegu verði og annars staðar.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.