fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Neytendur

Bestu kaupin í Costco: Barna- og útiföt sérstaklega ódýr

Þetta eru vörurnar sem hagstæðast er að kaupa – Lærðu að lesa í verðmiðann – Svona er hægt að versla án aðildar

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 19. febrúar 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í úttekt sem birtist í helgarblaði DV er að finna greiningu á því hvaða vörur er hagstæðast að kaupa í Costco. Þar er miðað við verðlag Costco í Bandaríkjunum og Bretlandi og samanburður við verslanir í þeim löndum. Að því gefnu að verðuppbygging verði með svipuðum hætti á Íslandi má gefa sér hvaða vöruflokkar í Costco gætu reynst Íslendingum hagstæðastir en fyrirtækið hefur sagt að ein af ástæðunum fyrir komu þess sé að þeir sjái fram á að geta boðið miklu lægra verð á mörgum vörum en þær íslensku verslanir sem fyrir eru. Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi úr úttektinni en þar var líka leitast við að varpa ljósi á praktísk atriði sem nýst geta við innkaup í Costco.


Nammi fyrir jólin

Sælgæti er selt í stórum einingum í Costco, eins og svo margt annað. Og á Youtube mæla lífsstílsfrömuðir sterklega með verðinu á þeim vöruflokki. Augljós galli á gjöf Njarðar eru lýðheilsusjónarmið – en fæstir Íslendingar hafa gott af því að kaupa sælgæti í stóru upplagi. Einna helst væri hægt að ráðleggja slíkt í aðdraganda stórhátíða.


Barna- og útiföt

Í lífsstílsmyndböndunum á Youtube tala flestir um að gott sé að kaupa fatnað á börn í Costco. Þar er góð merkjavara á mjög hagstæðu verði. Minnt skal á að engir mátunarklefar eru í Costco svo það er mjög mikilvægt að vera með stærðirnar á hreinu, áður en farið er í verslunarferð. Carters-náttföt eru nefnd til sögunnar yfir hagstæð kaup sem og útivistarfatnaður á börn.


Hafðu með þér tilboðsbæklinga

Verðvitund Íslendinga er ekki alltaf upp á sitt besta enda breytist verðlag á Íslandi hratt. Einn lífsstílsbloggari ráðleggur fólki að safna saman tilboðsbæklingum frá verslunum áður en farið er í Costco. Þannig væri til dæmis hægt að bera saman einingaverð í Bónus eða Krónunni og verð í Costco. Það er ekki lögmál að ódýrara sé að kaupa meira magn í einu, en það er þekkt trix á meðal verslunareigenda að telja fólki trú um að svo sé.

Meira í helgarblaði DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanNeytendur
24.04.2020

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19
EyjanNeytendur
12.04.2020

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“
Neytendur
09.02.2020

Hvað er málið með örorkubætur?

Hvað er málið með örorkubætur?
Neytendur
02.02.2020

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár
EyjanNeytendur
23.07.2019

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“
EyjanNeytendur
01.07.2019

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“
EyjanNeytendur
06.05.2019

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn
EyjanNeytendur
02.05.2019

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“