Costco: Hér er það sem þú ættir ekki að kaupa

Ferskvara þykir ekki alltaf á góðu verði í Costco í Bandaríkjunum - Forðastu að kaupa vörur í miklu magni sem renna skjótt út

Í úttekt sem birtist í helgarblaði DV er að finna lauslega greiningu á því hvaða vörur er hagstæðast að kaupa í Costco. Þar er miðað við verðlag Costco í Bandaríkjunum og Bretlandi og samanburður við verslanir í þeim löndum. Að því gefnu að verðuppbygging verði með svipuðum hætti á Íslandi má gefa sér hvaða vöruflokkar í Costco gætu reynst Íslendingum hagstæðastir en fyrirtækið hefur sagt að ein af ástæðunum fyrir komu þess sé að þeir sjái fram á að geta boðið miklu lægra verð á mörgum vörum en þær íslensku verslanir sem fyrir eru. Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi úr úttektinni en þar var líka leitast við að varpa ljósi á praktísk atriði sem nýst geta við innkaup í Costco.


Sjónvarpstæki

Í Costo er hægt að kaupa daglegar neysluvörur en einnig stærri hluti eins og hjólbarða og stór raftæki. Kunnugir hafa orð á því að gott sé að fylgjast með verði á raftækjum á borð við sjónvarpstæki í kringum „Black Friday“ og jól. Þá sé stundum hægt að gera frábær kaup. Aftur mælir DV með að neytendur geri verðsamanburð áður en slík vara er keypt. Elko er á heildina litið með ódýrustu sjónvarpstækin á markaði. Á elko.is er hægt að fletta upp öllu verði. Ekki kaupa í blindni.

--

Ekki kaupa þessar vörur

Nokkrar vörur segja lífsstílsfrömuðir að fólk ætti ekki að kaupa í Costco, en í þeim dæmum er viðmiðið auðvitað verðlag í Bandaríkjunum og Bretlandi. Þannig þykir í Bandaríkjunum ekki hagstæðast að kaupa gos í Costco en safar þykja einnig dýrir miðað við það sem gerist annars staðar. Þá þykir ferskvara, eins og ávextir og grænmeti, ekki sérstaklega ódýr í Costco, miðað við það sem gerist í öðrum bandarískum verslunum. Hvort það sé vísbending um hvað koma skal í Costco í Kauptúni skal ósagt látið.

Í myndbandinu að neðan eru taldar upp nokkrar vörur sem þú ættir ekki að kaupa í Costco, vegna þess að þær geta runnið út á skömmum tíma.

Meira í helgarblaði DV

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.