Bestu kaupin í Costco: Neysluvaran sem seld er án álagningar

Þetta eru vörurnar sem hagstæðast er að kaupa - Lærðu að lesa í verðmiðann - Svona er hægt að versla án aðildar

Mynd: EPA

Í úttekt sem birtist í helgarblaði DV er að finna greiningu á því hvaða vörur er hagstæðast að kaupa í Costco. Þar er miðað við verðlag Costco í Bandaríkjunum og Bretlandi og samanburður við verslanir í þeim löndum. Að því gefnu að verðuppbygging verði með svipuðum hætti á Íslandi má gefa sér hvaða vöruflokkar í Costco gætu reynst Íslendingum hagstæðastir en fyrirtækið hefur sagt að ein af ástæðunum fyrir komu þess sé að þeir sjái fram á að geta boðið miklu lægra verð á mörgum vörum en þær íslensku verslanir sem fyrir eru. Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi úr úttektinni en þar var líka leitast við að varpa ljósi á praktísk atriði sem nýst geta við innkaup í Costco.


Bensín og annað eldsneyti

Costco leggur að 14% á flestar vörur sem þeir selja. Þar er eldsneyti eitt af því sem er undanskilið en almennt séð er talað um að eldsneyti sé selt án álagningar í Costco. Ef sú verður raunin hér, sem DV hefur ekki ástæðu til að efast um, gæti lítraverðið orðið miklu lægra en við Íslendingar eigum að venjast. Verið er að setja upp 16 dælur við Kauptún. Aðeins meðlimir geta verslað eldsneyti.


Hvenær er rólegast?

Gera má ráð fyrir að fyrstu dagarnir verði annasamir í Costco í Kauptúni. Þannig eru helgarnar alla jafna líka, sem og tíminn eftir vinnu. Samkvæmt bandarískum og breskum lífsstílsbloggurum er rólegast í Costco yfir miðjan daginn eða síðdegis, frá 15–17. Spurning hvort það muni einnig eiga við um Ísland.


Klósettpappírinn

Hreinlætisvörur og þurrvörur eru góð dæmi um hluti sem endast lengi og skemmast seint eða alls ekki. Í Costco eru vörur seldar í stórum einingum, sem ekki er víst að henti smærri heimilum. Klósettpappír, eldhúsrúllur, bleyjur (eftir atvikum) og ruslapokar eru þó dæmi um vörur sem allir meðlimir Costco ættu að horfa til. Flestum ber saman um að þessar vörur fáist á áberandi hagstæðu verði í Costco. Klósettpappír er raunar sú vara sem Costo selur mest af á ársgrundvelli. Það er líklega ekki tilviljun.

Meira í helgarblaði DV.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.