Bestu kaupin í Costco: Barna- og útiföt sérstaklega ódýr

Þetta eru vörurnar sem hagstæðast er að kaupa - Lærðu að lesa í verðmiðann - Svona er hægt að versla án aðildar

Í úttekt sem birtist í helgarblaði DV er að finna greiningu á því hvaða vörur er hagstæðast að kaupa í Costco. Þar er miðað við verðlag Costco í Bandaríkjunum og Bretlandi og samanburður við verslanir í þeim löndum. Að því gefnu að verðuppbygging verði með svipuðum hætti á Íslandi má gefa sér hvaða vöruflokkar í Costco gætu reynst Íslendingum hagstæðastir en fyrirtækið hefur sagt að ein af ástæðunum fyrir komu þess sé að þeir sjái fram á að geta boðið miklu lægra verð á mörgum vörum en þær íslensku verslanir sem fyrir eru. Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi úr úttektinni en þar var líka leitast við að varpa ljósi á praktísk atriði sem nýst geta við innkaup í Costco.


Nammi fyrir jólin

Sælgæti er selt í stórum einingum í Costco, eins og svo margt annað. Og á Youtube mæla lífsstílsfrömuðir sterklega með verðinu á þeim vöruflokki. Augljós galli á gjöf Njarðar eru lýðheilsusjónarmið – en fæstir Íslendingar hafa gott af því að kaupa sælgæti í stóru upplagi. Einna helst væri hægt að ráðleggja slíkt í aðdraganda stórhátíða.


Barna- og útiföt

Í lífsstílsmyndböndunum á Youtube tala flestir um að gott sé að kaupa fatnað á börn í Costco. Þar er góð merkjavara á mjög hagstæðu verði. Minnt skal á að engir mátunarklefar eru í Costco svo það er mjög mikilvægt að vera með stærðirnar á hreinu, áður en farið er í verslunarferð. Carters-náttföt eru nefnd til sögunnar yfir hagstæð kaup sem og útivistarfatnaður á börn.


Hafðu með þér tilboðsbæklinga

Verðvitund Íslendinga er ekki alltaf upp á sitt besta enda breytist verðlag á Íslandi hratt. Einn lífsstílsbloggari ráðleggur fólki að safna saman tilboðsbæklingum frá verslunum áður en farið er í Costco. Þannig væri til dæmis hægt að bera saman einingaverð í Bónus eða Krónunni og verð í Costco. Það er ekki lögmál að ódýrara sé að kaupa meira magn í einu, en það er þekkt trix á meðal verslunareigenda að telja fólki trú um að svo sé.

Meira í helgarblaði DV.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.