fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Neytendur

Úttekt á Costco: Ódýrasti skyndibiti landsins?

Tilbúni kjúklingurinn þykir skara fram úr

Ritstjórn DV
Laugardaginn 18. febrúar 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í úttekt sem birtist í helgarblaði DV er að finna greiningu á því hvaða vörur er hagstæðast að kaupa í Costco. Þar er miðað við verðlag Costco í Bandaríkjunum og Bretlandi og samanburður við verslanir í þeim löndum. Að því gefnu að verðuppbygging verði með svipuðum hætti á Íslandi má gefa sér hvaða vöruflokkar í Costco gætu reynst Íslendingum hagstæðastir en fyrirtækið hefur sagt að ein af ástæðunum fyrir komu þess sé að þeir sjái fram á að geta boðið miklu lægra verð á mörgum vörum en þær íslensku verslanir sem fyrir eru. Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi úr úttektinni en þar var líka leitast við að varpa ljósi á praktísk atriði sem nýst geta við innkaup í Costco.

Ódýrasti skyndibitinn

Tilbúinn matur er seldur í miklu magni í Costco. Grillaður kjúklingur er ódýrari í Costco en í öðrum verslunum í Bandaríkjunum og Bretlandi en óvíst er hvað verður verður hér. Þá hefur Costco frá því um miðjan níunda áratug síðustu aldar selt pylsu og gos á einn og hálfan dollara. Það eru innan við 180 krónur. Ef verðlagningin verður á svipuðu róli í Kauptúni, má gera ráð fyrir að þar fari ódýrasti skyndibiti landsins – fyrir meðlimi.


Kökur fyrir afmæli

Eitt af því fyrsta sem lífsstílsfrömuðir á Youtube nefna við Costco er úrval af nýbökuðu brauði og bakkelsi. Þar er til dæmis hægt að fá nokkuð úrval af kökum og tertum fyrir afmælisveislur, án þess að panta þurfi með fyrirvara. Bakkelsið þykir mjög ódýrt í Costco, miðað við bandarískt verðlag, en eins og um svo margt annað er óvíst hvað þetta mun kosta í Costco hér heima. Ef til vill er verðlagið í öðrum Costco-verslunum þó vísbending um það sem koma skal hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanNeytendur
24.04.2020

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19
EyjanNeytendur
12.04.2020

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“
Neytendur
09.02.2020

Hvað er málið með örorkubætur?

Hvað er málið með örorkubætur?
Neytendur
02.02.2020

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár
EyjanNeytendur
23.07.2019

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“
EyjanNeytendur
01.07.2019

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“
EyjanNeytendur
06.05.2019

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn
EyjanNeytendur
02.05.2019

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“