Úttekt á Costco: Svona geturðu verslað án aðildar

Lærðu að lesa í verðmiðann

The Krazy Coupon Lady hefur ýmis trix upp í erminni.
Ráð undir rifi hverju The Krazy Coupon Lady hefur ýmis trix upp í erminni.

Í úttekt sem birtist í helgarblaði DV er að finna greiningu á því hvaða vörur er hagstæðast að kaupa í Costco. Þar er miðað við verðlag Costco í Bandaríkjunum og Bretlandi og samanburður við verslanir í þeim löndum. Að því gefnu að verðuppbygging verði með svipuðum hætti á Íslandi má gefa sér hvaða vöruflokkar í Costco gætu reynst Íslendingum hagstæðastir en fyrirtækið hefur sagt að ein af ástæðunum fyrir komu þess sé að þeir sjái fram á að geta boðið miklu lægra verð á mörgum vörum en þær íslensku verslanir sem fyrir eru. Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi úr úttektinni en þar var líka leitast við að varpa ljósi á praktísk atriði sem nýst geta við innkaup í Costco.


Fylgstu með endingunni

Dæmigert verð í Costco mun enda á níu krónum (t.d. 1.799 kr.). Þetta gildir raunar um flestar íslenskar verslanir. Þeir sem til þekkja í Costco ráðleggja fólki að fylgjast vel með vörum sem seldar eru á sléttu verði eða ef verðið endar á fjórum eða sjö krónum. Það bendir yfirleitt til þess að varnan sé á niðursettu verði. Og ástæða þess er að þá er verið að rýma fyrir nýrri vöru.


Fylgstu með stjörnunni

Í Costco eru vörutegundirnar um 3.800 talsins, samanborið við t.d. um 50 þúsund í Walmart. Vörurnar eru seldar í miklu magni, enda stillt upp á brettum, en þannig næst fram hagræðing og fyrirtækið þarf ekki að borga starfsfólki fyrir að handraða vörum. Ef þú sérð vöru sem þig langar í í Costco, en ert ekki viss um að þú viljir kaupa strax, er hér gott ráð. Efst í hægra horni verðmiðans er stundum stjarna. Hún er til marks um að varan komi ekki aftur. Ólíklegt er að þú getir frestað því lengi að taka ákvörðun um að kaupa stjörnumerkta vöru.


Svona verslar þú án aðildar

Costo selur einstaklingum árgjald að versluninni á 4.800 krónur. Samkvæmt áðurnefndum lífsstíls- og neytendafrömuðum á Youtube er hægt að komast hjá því að verða meðlimur, ef maður vill. Ef þú þekkir einhvern sem er meðlimur og vilt geta verslað geturðu beðið meðliminn að kaupa svokallað „Cash card“ eða inneign. Þú getur framvísað því við innganginn og fengið að versla. DV hefur ekki upplýsingar um hvort þetta verði í boði hér en þetta virðist í það minnsta í boði í Bandaríkjunum.

Meira í helgarblaði DV.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.