Bestu kaupin í Costco

Þetta eru vörurnar sem hagstæðast er að kaupa - Lærðu að lesa í verðmiðann - Svona er hægt að versla án aðildar

Mynd: EPA

Klósettpappír, bleyjur, rafhlöður og leikföng eru á meðal þess sem hagstæðast er að kaupa í Costco. Bandaríski heildsölurisinn Costco opnar vöruhús sitt í Kauptúni eftir rúma þrjá mánuði, eins og íslenskum neytendum ætti að vera orðið kunnugt um. Í versluninni verða aðeins um 3.800 vörunúmer en á móti kemur að þeir selja vörurnar ódýrt og í risastórum einingum.

Á Youtube má finna mörg myndbönd um það hvernig hagstæðast er haga innkaupum sínum í versluninni. DV lagðist yfir nokkur af nýrri myndböndunum og hefur kortlagt hvaða vörur það eru sem lífsstílsfrömuðir á Youtube telja að best sé að kaupa í Costco. Upptalningin hér að neðan tekur mið af breskum og bandarískum Costco-verslunum en verslunin í Kauptúni verður útibú frá Bretlandi. Tekið skal fram að markaðsaðstæður á Íslandi geta verið aðrar en í þessum löndum. Þannig getur vara sem er dýr í Costco í Bandaríkjunum, samanborið við aðrar þarlendar verslanir, verið mjög ódýr samanborið við íslenskar verslanir. Þessu getur að sjálfsögðu líka verið öfugt farið.

Ómögulegt er að spá fyrir um nákvæma verðlagningu í Costco í Kauptúni. Þó skal haft í huga að aðspurðir sögðu forsvarsmenn þessa risafyrirtækis á kynningarfundi í síðustu viku, að ástæðan fyrir því að þeir opna fyrsta vöruhúsið á Norðurlöndum í Garðabæ, sé að þeir sjái mikið svigrúm til að bjóða miklu lægra verð en hér hefur tíðkast. Af þeim viðtölum mátti skilja að þeir sæju hag í að segja íslensku okri stríð á hendur, en eins og DV afhjúpaði með greinaröð í haust er verðlag á Íslandi í flestum tilfellum 60–80% hærra en í nágrannalöndunum. Þar virðist Costco sjá tækifæri.

Hvort tilkoma Costco á Íslandi verði til þess að verðlag lækki á Íslandi verður tíminn að leiða í ljós en hér eru nokkur dæmi um vörur sem í Bandaríkjunum og Bretlandi eru töluvert ódýrari í Costco en í þarlendum samanburðarverslunum. Hér er einnig að finna hagnýtar upplýsingar og trix sem hjálpa þér að búa þig undir þína fyrstu verslunarferð í Costco.


Rafhlöður margfalt ódýrari

Allar rafhlöður í Costco eru framleiddar af Duracell. Þær eru hins vegar flestar seldar undir vörumerkinu Kirkland Signature, sem er í eigu Costco. Í þriggja mánaða gömlu myndbandi úr Costco, sjást 72 AA rafhlöður á um 2.100 krónur. Til samanburðar kosta fjögur stykki í Elko 445 krónur. Verðmunurinn er næstum fjórfaldur en óvíst er hvað rafhlöðurnar munu kosta í Costco í Kauptúni.

Sjá meira í DV í dag.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.