Bestu kaupin í Costco: Prentarablek og leikföng

Þetta eru vörurnar sem hagstæðast er að kaupa - Lærðu að lesa í verðmiðann - Svona er hægt að versla án aðildar

Mynd: COPYRIGHT, 2009

Í úttekt sem birtist í helgarblaði DV er að finna greiningu á því hvaða vörur er hagstæðast að kaupa í Costco. Þar er miðað við verðlag Costco í Bandaríkjunum og Bretlandi og samanburður við verslanir í þeim löndum. Að því gefnu að verðuppbygging verði með svipuðum hætti á Íslandi má gefa sér hvaða vöruflokkar í Costco gætu reynst Íslendingum hagstæðastir en fyrirtækið hefur sagt að ein af ástæðunum fyrir komu þess sé að þeir sjái fram á að geta boðið miklu lægra verð á mörgum vörum en þær íslensku verslanir sem fyrir eru. Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi úr úttektinni en þar var líka leitast við að varpa ljósi á praktísk atriði sem nýst geta við innkaup í Costco.


Mynd: COPYRIGHT, 2009

Áfylling á blekið

Margir hvetja fólk til að beina viðskiptum sínum að Costco þegar kemur að prentarableki. Costco býður alla jafna mikið úrval af blekhylkjum til sölu á mjög hagstæðu verði. Hagstæðast þykir þó að mæta með tómt blekhylki úr prentaranum og fá áfyllingu. Það ku vera margfalt ódýrara en að kaupa nýtt út úr búð. Dæmigert verð fyrir áfyllingu í Costco í Bandaríkjunum er um 1.000 krónur.


Kirkland Signature

Kirkland vörumerkið var hannað af Costco og er í eigu verslunarrisans. Undir því selur Costco gæðavörur í ótal flokkum, svo sem matvöru, raftæki, fatnað og hreinlætisvörur. Flestum virðist bera saman um að Kirkland Signature sé gæðamerki og standist þekktustu vörumerkjum heims snúning þegar kemur að gæðum – enda oft framleitt af sömu aðilum. Ruslapokar, bleyjur og klósettpappír eru dæmi um vörur sem hægt er að kaupa undir þessu vörumerki á sérstaklega hagstæðu verði.


Leikföng á kostaverði

Costco selur mjög mikið af leikföngum. Lífsstílsfrömuðir á Youtube segjast flestir versla allar sínar gjafir í Costco. Til að átta sig á því hvort verðið er gott er sniðugt að vera með app í símanum, t.d. frá Amazon, sem flettir upp verði eftir strikamerkinu eða QR Code. Þá getur verið sniðugt að skoða toysrus.is og leita þar að sömu vöru. Í þeim dæmum sem tekin eru á Youtube, svo sem af The Krazy Coupon Lady, reynast leikföng í Costco miklu ódýrari en á Amazon.

Meira í helgarblaði DV.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.