Leiðrétt: Röng frétt um lambakjöt

Myndin er frá Bændasamtökunum.
Íslenskir lambabógar á Spáni Myndin er frá Bændasamtökunum.
Mynd: EPA

DV.is birti í gær frétt um að íslenskt lambalæri hefði fengist í Carrefour-súparmarkaðnum á Spáni á helmingi lægra verði en algengt verð er á Íslandi. Rætt var við Íslending sem keypti kjötið á Spáni og blöskraði verðmunurinn en hann greindi fyrst frá þessu á Facebook.

DV barst í morgun póstur frá Bændasamtökum Íslands þar sem á það er bent að um sé að ræða lambabóg, en ekki lambalæri. Það hafi forstöðumaður KS staðfest við Bændasamtökin í morgun. Læri frá KS hafi ekki farið á þennan markað í þeim pakkningum sem um ræðir.

"Fram kemur í pósti Bændasamtakanna að verðið á bóginum hafi verið 7,9 evrur á kíló árið 2015, eða um 1.180 krónur á þáverandi gengi. Eftir því sem DV kemst næst er kílóverð af lambabógi í Bónus 898 krónur. "

Fréttin frá því í gær hefur verið tekin úr birtingu og DV biðst afsökunar á mistökunum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.