fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Neytendur

Það kostar svona mikið að halda jól

Kostnaður vísitölufjölskyldunnar varla undir 150 þúsund krónum

Auður Ösp
Laugardaginn 23. desember 2017 08:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur kostað meðalfjölskyldu á Íslandi rúmlega 150 þúsund krónur að halda heilög jól samkvæmt lauslegum útreikningum DV. Þá er miðað er við hjón með tvö ung börn. DV gerði svipaða útreikninga í desember 2014 þar sem stuðst var við sömu útgjaldaliði en í þeirri úttekt nam áætlaður kostnaður vegna jólahalds svipaðri upphæð og í ár, eða 142 þúsund krónum.

Ályktað er að hver Íslendingur hafi að jafnaði varið 53.813 krónum í jólainnkaup árið 2016 samkvæmt áætlun Rannsóknaseturs verslunarinnar. Árið á undan nam þessi upphæð 49.156 og var vöxturinn á milli ára því 9,5 prósent. Rannsóknasetur verslunarinnar hefur ekki birt spá fyrir jólaverslunina nú í ár en þegar DV hafði samband fengust þau svör að ástæðan væri meðal annars aukin netverslun bæði innanlands og erlendis auk þess sem jólainnkaup hafa dreifst víðar yfir mánuðina.

Samkvæmt árlegri jólaspá Capacent í ár hækkar jólavísitalan um 0,27 prósent og samkvæmt verðbólguspá mun 12 mánaða verðbólgan aukast úr 1,7 í 1,9 prósent. Samkvæmt spánni má búast við „týpískum jólum.“ Má því gera ráð fyrir að áætluð jólaeyðsla á hvern Íslending verði svipuð nú í ár og í fyrra.

Útreikningarnir sem hér fylgja miðast sem fyrr segir við hjón með tvö börn á leikskólaaldri. Gert er ráð fyrir þeim útgjöldum sem fylgja tveimur dæmigerðum jólamáltíðum, endurnýjun á sparifötum, jólatréskaupum, jólaskreytingum og öðru smálegu. Þá má ekki gleyma stærsta kostnaðarliðnum sem eru jólagjafirnar. Rétt er að taka fram að listinn hér er langt í frá tæmandi og er aðeins til viðmiðunar. Forsendur útreikninga eru hóflega áætlaðar og ljóst er að hægt er að áætla bæði hærri og lægri kostnað við ýmsa af útgjaldaliðunum.

Hangikjöt, malt og appelsín

Hér er miðað við að fjölskyldan snæði saman tvær hátíðarmáltíðir: hamborgarhrygg og ís á aðfangadag og hangikjöt með uppstúf á jóladag. Kræsingunum er að sjálfsögðu skolað niður með malti og appelsíni. Allt kostar þetta rúmlega 21 þúsund krónur og þá á eftir að bæta við í jólakörfuna hefðbundnum jólavörum eins og til dæmis mandarínum, Nóa konfekti, kaffi eða áfengi.

Allir þurfa ný föt

Það vill að sjálfsögðu enginn fara í jólaköttinn og þá eru börnin einnig fljót að vaxa upp úr sparifötunum. Í þessu tilviki splæsir heimilisfaðirinn á sig nýrri skyrtu fyrir jólin og móðirin kaupir sér nýjan kjól. Sonurinn fær nýja skyrtu og buxur á meðan dóttirin fær nýjan kjól, sokkabuxur og skó. Hér er kostnaðurinn tæpar 38 þúsund krónur.

Jólatréð ómissandi

Fjölskyldan kaupir stórt lifandi jólatré í Blómavali en þar kostar stafafura 8.990 krónur. Til viðbótar fjárfesta þau í ljósaseríu á tréð í Húsasmiðjunni og bæta síðan við nokkrum hlutum við jólaskrautssafnið. Allt í allt kostar góssið rúmlega 19 þúsund krónur.

Sjö þúsund krónur á gjöf

Rétt eins og í fyrri útreikningum DV er miðað við að fjölskyldan kaupi alls tíu jólagjafir þar sem hver gjöf kostar 7.000 krónur. Miðað er við að hjónin gefi hvort öðru gjöf, börnunum hvoru sína gjöfina, foreldrum sínum og jafnvel systkinum. Allt í allt 70 þúsund krónur.

Jólahald

Viðmiðunarkostnaður fyrir hjón með tvö börn.


Tvær hátíðarmáltíðir

Hamborgarhryggsmáltíð

KEA hamborgarhryggur 1.698 kr/kg (Bónus)
2,5 kg: 4.245 kr.

Meðlæti:
Ananassneiðar Dole: 209 kr. (Hagkaup)
Rauðkál Ora: 299 kr. (Hagkaup)
Maísbaunir Ora: 249 kr. (Hagkaup)

**Brúnaðar kartöflur:
Forsoðnar kartöflur Þykkvabæjar 2×500 g: 498 kr. (Bónus)

Waldorf-salat
4 epli: 190 kr. (Hagkaup)
200 g græn vínber: 219 kr. (Hagkaup)
Sýrður rjómi MS 180 g: 259 kr. (Hagkaup)
Rjómi 250 ml: 279 kr. (Bónus)
Sellerístönglar 1pk: 248 kr. (Hagkaup)
Valhnetur, 300 g: 692 kr. (Hagkaup)

Jólaöl:
Egils appelsín 2 x 2 lítrar: 659 kr. (Hagkaup)
Egils Malt: 4 x 0,5 lítrar: 796 kr. (Hagkaup)

Jólaís 2L box og 6 vöffluform: 2.990 kr. (Valdís)

Samtals: 11.832

Ekki er gert ráð fyrir kaupum á sykri, smjöri, kryddi og öðru smálegu.

40 prósenta verðmunur

Verðkönnun ASÍ á jólamat sýnir að neytendur geta haft talsvert upp úr því að kaupa jólamatinn þar sem hann er ódýrastur en að meðaltali er um 40 prósenta verðmunur á jólamatnum á milli verslana.

Í könnuninni, sem var framkvæmd 13. desember 2017, kemur fram að Bónus er í flestum tilfellum með lægsta verðið eða í 54 prósentum tilfella en næst á eftir kemur Krónan sem er með lægsta verðið í 15 prósentum tilfella. Hagkaup er oftast með hæsta verðið eða í 36 prósentum tilfella en þar á eftir kemur Iceland með hæsta verðið í 29 prósentum tilfella. 

Hangikjötsmáltíð

Taðreykt hangikjöt frá SS: 3.499 kr/kg (Krónan)
1,5 kg: 5.248 kr.

Meðlæti:
Grænar baunir Ora, 199 g: 138 kr. (Hagkaup)
Rauðkál Ora, 380 g: 275 kr. (Hagkaup)
Laufabrauð, Ömmubakstur 15 stk: 1.435 kr. (Bónus)
Forsoðnar kartöflur Þykkvabæjar 2x500gr: 498 kr. (Bónus)
Uppstúf tilbúið: 466 kr. (Hagkaup)

Jólaöl:
Egils appelsín 2 x 2 lítrar: 659 kr. (Hagkaup)
Egils Malt: 4 x 0,5 lítrar: 796 kr. (Hagkaup)

Samtals: 9.515 kr.

Alls: 21.347 kr.


Endurnýjun sparifata

Fullorðnir:
Ný herraskyrta: 14.980 kr. (Herragarðurinn)
Nýr kjóll: 9.290 kr. (Vila)

Börn:

Stúlka:
Jólakjóll: 3.495 kr. (H&M)
Leggings: 1.495 kr. (H&M)
Skór: 2.999 kr. (Lindex)

Drengur:
Skyrta: 3.990 kr. (Name it)
Buxur: 1.995 kr. (H&M)

Samtals fyrir fjölskyldu: 38.244 kr.


Jólatré, skreytingar o.fl.

Stafafura 151–200 cm: 8.990 kr. (Blómaval)
Ljósasería, 80 ljós: 1.194 kr. (Húsasmiðjan)
Skrautkúlur, 15 stk: 594 kr. (Húsasmiðjan)
Jólatréstoppur: 774 kr. (Húsasmiðjan)
Hengiskraut: 594 kr. (Húsasmiðjan)
Jólasveinastytta 18 cm: 1.374 kr. (Húsasmiðjan)

Servíettur 20 í pk x 2: 472 kr. (Rúmfatalagerinn)
Agermynte jóladúkur 140 x 240 cm: 2.097 kr. (Rúmfatalagerinn)
EH jólaglös, 3 í pakka: 349 kr. (Rúmfatalagerinn)

Gjafapappír, 5 rúllur: 1.475 kr. (Ikea)
Merkimiðar, 16 stykki í pakka x 2: 190 kr. (Ikea)
Julemanden gjafapoki L: x 3: 597 kr. (Rúmfatalagerinn)
Noel pakkaskraut, 24 stk: 239 kr.

Samtals: 18.939 kr.


Tíu jólagjafir: U.þ.b. 70.000 kr.


Heildarkostnaður: 148.530 kr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanNeytendur
24.04.2020

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19
EyjanNeytendur
12.04.2020

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“
Neytendur
09.02.2020

Hvað er málið með örorkubætur?

Hvað er málið með örorkubætur?
Neytendur
02.02.2020

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár
EyjanNeytendur
23.07.2019

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“
EyjanNeytendur
01.07.2019

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“
EyjanNeytendur
06.05.2019

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn
EyjanNeytendur
02.05.2019

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“