fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Neytendur

Þýsk heimildarmynd afhjúpar Haribo: Barnaþrælkun og slæmur aðbúnaður dýra

Svín með gapandi sár – Verkamenn í Brasilíu vinna við frumstæðar aðstæður

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 8. nóvember 2017 14:37

Haribo Hlaupið nýtur vinsælda hjá mörgum, sérstaklega yngri kynslóðinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýski sælgætisrisinn Haribo hefur heitið því að rannsaka til hlítar hvernig á því stendur að börn vinni óbeint fyrir fyrirtækið. Þá mega dýr þola slæma meðferð áður en þeim er slátrað og afurðir unnar úr þeim sem notaðar eru í vörur frá Haribo.

Þetta leiðir þýsk heimildarþáttaröð, Markencheck, í ljós en á dögunum var sjónum beint að Haribo sem framleiðir meðal annars þekkta gúmmíbangsa.

Slæmur aðbúnaður

Í þættinum kom meðal annars fram að eitt mikilvægasta hráefnið í sælgætinu eigi rætur sínar að rekja til Brasilíu. Carnauba-vaxið, sem gefur sælgætinu glansandi útlit, er unnið úr laufum pálmatrjáa sem unnin eru af verkamönnum í norðausturhluta Brasilíu.

Í þættinum kom fram að verkamennirnir vinni við aðstæður sem líkja mætti við þrældóm og þá væru dæmi þess að börn undir lögaldri fengjust við þetta. Til að bæta gráu ofan á svart sofa verkamennirnir undir berum himni eða í bílum og hafa ekki viðunandi aðgang að hreinlætisaðstöðu, salerni eða hreinu vatni. Þá fá þeir greitt sem nemur 1.500 krónum á dag.

Líta málið alvarlegum augum

Í heimildarmyndinni var einnig varpað ljósi á slæma meðferð sem dýr mega þola til þess eins að sælgætið komist í munn neytenda. Gelatín er hlaupkennt efni sem verður til við hitun kollagenþráða úr sinum og beinum spendýra, svína þar á meðal.

Í þættinum birtust myndskeið frá dýraverndunarsinnum sem sýndu aðbúnað svína á þýskum svínabúum. Þar mátti sjá dýrin hafast við í mjög þröngum svínastíum þar sem hreinlæti var verulega ábótavant. Á einhverjum mátti sjá gapandi sár og þá höfðust þau við í eigin skít. Svínabúin og fyrirtæki þeim tengd voru sögð sjá Haribo – og fleiri fyrirtækjum – fyrir hráefni, gelatíni þar á meðal.

Tekið er fram að ekki allt hlaup frá Haribo innihaldi gelatín úr svínum og á við um sælgæti sem framleitt er í Tyrklandi. Það er framleitt úr nautgripum.

Forsvarsmenn Haribo hafa heitið því að rannsaka málið og segjast líta málið alvarlegum augum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanNeytendur
24.04.2020

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19
EyjanNeytendur
12.04.2020

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“
Neytendur
09.02.2020

Hvað er málið með örorkubætur?

Hvað er málið með örorkubætur?
Neytendur
02.02.2020

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár
EyjanNeytendur
23.07.2019

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“
EyjanNeytendur
01.07.2019

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“
EyjanNeytendur
06.05.2019

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn
EyjanNeytendur
02.05.2019

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“