fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Neytendur

Subway og íslensk okursíða deila um bræðing: „Svo þunnt skorið að það sést í gegnum það“

Hjálmar Friðriksson
Miðvikudaginn 1. nóvember 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Facebook-síðan Okurlandið Íslands deild fyrr í dag samanburði á bræðingi á Subway á Íslandi og Bretlandi og var ekki betur séð en sá breski væri veglegri. Subway á Íslandi svarar fyrir sig í athugasemdum og heldur því fram að breska beikonið sé léttara en það íslenska.

„Bræðingur/Melt: fjórar stórar beikonsneiðar, fullt af áleggi. Það fannst um leið og maður tók við samlokunni hvað hún var mikið þyngri en maður á að venjast á Íslandi,“ segir á Facebook-síðunni Okurlandið Ísland og fylgir mynd af samlokunni.

Því næst birtir síðan mynd af íslenskum bræðingi og skrifar: „tveir litlir strimlar af beikon, silkiskorið og þunnt álegg. Munurinn er stórkostlegur. Og svo kostar herlegheitin náttúrulega 2x meira en í UK. Má bjóða þér Vaseline með þessu?“

Subway á Íslandi kemur bræðingnum til varnar í athugasemd við færslan. „Subway á Íslandi reynir eftir fremsta megni að bjóða ódýrt og gott verð fyrir hollan og fljótlegan skyndibita. Á íslenska bræðingnum eru fjórar skinkusneiðar, tvær kalkúnasneiðar og tvær beikonsneiðar. Á þeim bresku eru 4 skinkusneiðar, 4 kalkúnasneiðar og 4 beikonsneiðar. Það verður þó að taka með í reikninginn muninn á þyngd hverrar sneiðar, en beikonsneiðin okkar er til dæmis 12 grömm en í UK er sneiðin 4 grömm. Er þetta ekki örugglega mynd af bræðing sem verið að bera saman við þennan frá UK? Því bræðingurinn lítur svona út hjá okkur,“ skrifar Subway og birtir meðfylgjandi mynd.

Okurlandið Ísland gefur lítið fyrir þessi svör. „Þetta standard svar um beikonið hjá ykkur er náttúrulega grín. Beikonsneiðarnar fjórar í UK voru allar stærri en ég fæ á Íslandi. Þetta á einnig við um þær sneiðar sem ég fæ í USA. Myndin af ræfilslegu samlokunni er af þeirri íslensku. Bræðingur með sama álegg og þeirri bresku. Eins og þú sérð er hún ekkert lík þessari sem þú sýnir.

Í annarri færslu í dag birtir Facebook-síðan svo mynd af áleggi íslenska Subway og skrifar: „Subway svarar. Þetta er allt rangt hjá neytendum. Áleggið þeirra er svo matarmikið að það réttlætir 2x hærra verð. Sannleikurinn er sá að það er svo þunnt skorið að það SÉST Í GEGNUM ÞAÐ! Fyrsta regla í almannatengslum…. EKKI LJÚGA.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanNeytendur
24.04.2020

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19
EyjanNeytendur
12.04.2020

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“
Neytendur
09.02.2020

Hvað er málið með örorkubætur?

Hvað er málið með örorkubætur?
Neytendur
02.02.2020

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár
EyjanNeytendur
23.07.2019

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“
EyjanNeytendur
01.07.2019

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“
EyjanNeytendur
06.05.2019

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn
EyjanNeytendur
02.05.2019

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“