Sykurminni en sælgæti en smekkfull af sætuefnum

Ekki er allt hollt sem finna má í heilsurekkum verslana – Sumt hlaðið sykri – DV kannaði innihaldið í 12 prótínstykkjum

Mynd: 123rf.com

Nú stendur yfir hin árlega tíð heilsuátaka þar sem landsmenn fjárfesta í líkamsræktarkortum og flykkjast þangað í von um að halda áramótaheit. Hreyfingu og heilbrigðum lífsstíl fylgir bætt mataræði og freistast margir til að leita á náðir fæðubótarefna til að ná markmiðum sínum. Ágæti þeirra er og hefur um árabil verið umdeilanlegt en einn liður í fæðubótarlífsstílnum er að fólk sporðrennir prótíni í umtalsverðu magni, meðal annars í formi prótínstykkja. Þykja þau prýðisgóð leið til að seðja hungrið milli mála og fá um leið skot af þessu mikilvæga byggingarefni vöðva í kroppinn.

Mikil bylting hefur orðið í framleiðslu prótínstykkja líkt og öðrum fæðubótarefnum á undanförnum árum þar sem þau eru orðin bragðbetri en þau voru í eina tíð en um leið hefur magn viðbætts sykurs í innihaldslýsingum virst minnka. Ekki er það þó raunin með öll þau ótalmörgu prótínstykki sem í boði eru í verslunum landsins. DV ákvað að kanna innihaldið í tólf stykkjum, sem valin voru því sem næst af handahófi, og finna má í heilsuvöruhorni Hagkaups í Kringlunni.

Skemmst er frá því að segja að flest þeirra reyndust, miðað við innihaldslýsingu, innihalda tiltölulega lítið af sykri. En það prótínstykki sem verst kom út innihélt þó sem nemur 9 sykurmolum, eða 18 grömm af sykri í 64 gramma stykki. Það sem best kom út inniheldur aðeins 1 gramm af sykri. Aðeins eitt íslenskt prótínstykki komst á blað. Það er Styrkur frá sælgætisverksmiðjunni Freyju sem framleitt er í samstarfi við athafnamennina Ívar Guðmundsson og Arnar Grant. Eitt 44 gramma stykki af Styrk inniheldur 13 grömm af sykri.
Taka skal fram að í innihaldslýsingum stykkjanna er ekki gerður greinarmunur á viðbættum sykri og þeim sykri sem finna má af náttúrunnar hendi í mörgu.

Annað sem vakti athygli er magn af sykuralkóhóli (e. polyols) í stykkjunum sem eru margvísleg sætuefni sem bætt er við til að vega upp á móti sætunni sem glatast með minni viðbættum sykri. Polyols eru nánar útskýrð í aukaefni með þessari grein. Þá segir uppgefið sykurmagn kannski ekki allt þar sem sykur á sér mörg andlit í innihaldslýsingum matvæla, meðal annars í formi ýmiss konar sírópa. En allt er gott í hófi, líka meint hollustustykki. Vertu þó viss um að vera að fá það skásta þegar kemur að hollustunni og glöggvaðu þig á þessum lista.


Snickers

Berðu sælgætið saman við heilsustykkin
Snickers

Snickers (50 gr.)

Innihald í 100 gr.

Kcal: 481

Kolvetni: 60,5 gr.

-Þar af sykur: 51,8 gr.

  • Þar af polyols (sætuefni): Ótilgreint

Prótín: 8,6 gr.

Verð: 119 kr.

Sykurinnihald í einu 50 gr. stykki á við: 13 sykurmola.


Þetta prótínstykki frá Nutramino reyndist innihalda mest af sykri í úttekt DV. 18 grömm í 64 gramma stykki.
Mesti sykurinn Þetta prótínstykki frá Nutramino reyndist innihalda mest af sykri í úttekt DV. 18 grömm í 64 gramma stykki.
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Nutramino Protein Bar – Caramel (64 g)

Innihald í 100 g
Kcal: 394
Kolvetni: 43 g
-Þar af sykur: 29 g
-Þar af Polyols (sætuefni): Ótilgreint
Prótín: 33 g
Verð: 379 kr.

Sykurinnihald í einu 64 g stykki á við: 9 sykurmola


Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Nutramino Lean Protein Bar – Hazelnut & Chocolate Crumble (60 g)

Fullyrðing: Enginn viðbættur sykur

Innihald í 100 g
Kcal: 360
Kolvetni: 17 g
-Þar af sykur: 6 g
-Þar af polyols (sætuefni): 10 g
Prótín: 33 g
Verð: 379 kr.

Sykurinnihald í einu 60 g stykki á við: 1,8 sykurmola


Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Grenade Carb Killa – Fudge Brownie (60 g)

Innihald í 100 g
Kcal: 359
Kolvetni: 22,6 g
- Þar af sykur: 2,4 g
-Þar af polyols (sætuefni): 18,2 g
Prótín: 38,9 g
Verð: 399 kr.

Sykurinnihald í einu 60 g stykki á við: 0,75 sykurmola


Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

ON Optimum Protein Bar – Double Chocolate Brownie (60 g)

Innihald í 100 g
Kcal: 352
Kolvetni: 16 g
- Þar af sykur: 6,2 g
-Þar af polyols (sætuefni): 8,3 g
Prótín: 34 g
Verð: 399 kr.

Sykurinnihald í einu 60 g stykki á við: 1,85 sykurmola.


Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Freyja Styrkur – súkkulaði (44 g)

Innihald í 100 g
Kcal: 370
Kolvetni: 43 g
- Þar af sykur: 29 g
-Þar af polyols (sætuefni): Ótilgreint
Prótín: 23 g
Verð: 249 kr.

Sykurinnihald í einu 44 g stykki á við: 6,5 sykurmola


Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Nutramino Protein Bar – Chunky Peanut & Caramel (60 g)

Innihald í 100 g
Kcal: 394
Kolvetni: 35 g
- Þar af sykur: 4,2 g
-Þar af polyols (sætuefni): 29 g
Prótín: 35 g
Verð: 379 kr.

Sykurinnihald í einu 60 g stykki á við: 1,25 sykurmola


Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Nutramino Protein Bar – Dark Chocolate & Orange (64 g)

Innihald í 100 g
Kcal: 413
Kolvetni: 36 g
- Þar af sykur: 19 g
-Þar af polyols (sætuefni): Ótilgreint
Prótín: 30 g
Verð: 379 kr.

Sykurinnihald í einu 64 g stykki á við: 6 sykurmola


Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Sci/MX PRO2go Duo Bar – Chocolate & Orange (60 g)

Innihald í 100 g
Kcal: 367
Kolvetni: 37,5 g
- Þar af sykur: 18 g
-Þar af polyols (sætuefni): Ótilgreint
Prótín: 33,3 g
Verð: 449 kr.

Sykurinnihald í einu 60 g stykki á við: 5,4 sykurmola


Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

QNT Protein Wafer – Vanilla Yoghurt (35 g)

Innihald í 100 g
Kcal: 517
Kolvetni: 37,3 g
- Þar af sykur: 24,3 g
-Þar af polyols (sætuefni): Ótilgreint
Prótín: 32 g
Verð: 239 kr.

Sykurinnihald í einu 35 g stykki á við: 4,25 sykurmola

--- 

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

BSN Syntha-6 Edge – Double Chocolate Brownie (66 g)

Innihald í 100 g
Kcal: 353
Kolvetni: 30 g
- Þar af sykur: 5,6 g
-Þar af polyols (sætuefni): 22 g
Prótín: 30 g
Verð: 399 kr.

Sykurinnihald í einu 66 g stykki á við: 1,85 sykurmola


Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

ON Complete Protein Bar – Double Rich Chocolate (50 g)

Innihald í 100 g
Kcal: 333 g
Kolvetni: 24 g
- Þar af sykur: 8,7 g
-Þar af polyols (sætuefni): 14 g
Prótín: 40 g
Verð: 399 kr.

Sykurinnihald í einu 50 g stykki á við: 2,15 sykurmola


Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

OhYea! One – Almond Bliss (60 g)

Innihald í 100 g
Kcal: 391 g
Kolvetni: 22 g
- Þar af sykur: 1,7 g
-Þar af polyols (sætuefni): 16,6 g
Prótín: 35 g
Verð: 349 kr.

Sykurinnihald í einu 60 g stykki á við: Hálfan sykurmola

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.