fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Neytendur

IKEA innkallar strandstól vegna slysahættu

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 24. janúar 2017 09:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

IKEA hvetur viðskiptavini sem hafa keypt MYSINGSÖ strandstól til að koma með hann í verslunina og fá endurgreiddan að fullu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá IKEA.

„Eftir að áklæðið hefur verið tekið af til að þvo það, er hægt að setja það aftur á með röngum hætti þannig að það skapi hættu á að stóllinn gefi sig eða að notandi klemmist. IKEA hafa borist fimm tilkynningar um MYSINGSÖ stóla sem hafa tengst óhöppum eftir að hafa verið settir saman á rangan hátt. Í öllum fimm tilvikum slasaðist fólk á fingrum. Þessi tilvik gerðust í Finnlandi, Þýskalandi, Bandaríkjunum, Danmörku og Ástralíu,“ segir í tilkynningunni.

Þar segir að eftir að tilkynningarnar bárust hafi verið ráðist í umfangsmiklar rannsóknir sem leiddu til umbóta í hönnun til að koma í veg fyrir að mögulegt sé að setja stóllinn rangt saman. Uppfærður stóll verður fáanlegur í IKEA-verslunum frá apríl 2017.

„Öryggi vöruúrvalsins er í forgangi hjá IKEA og allar vörurnar okkar eiga að uppfylla bæði alþjóðleg og innlend lög, auk viðeigandi staðla. MYSINGSÖ stóllinn hefur staðist margvíslegar prófanir,“ segir í tilkynningunni.

Ekki er nauðsynlegt að sýna kvittun til að fá stólinn endurgreiddan. Nánari upplýsingar má nálgast á www.IKEA.is eða í þjónustuveri í síma 520 2500. „IKEA biðst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda,“ segir að lokum í tilkynningu fyrirtækisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanNeytendur
24.04.2020

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19
EyjanNeytendur
12.04.2020

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“
Neytendur
09.02.2020

Hvað er málið með örorkubætur?

Hvað er málið með örorkubætur?
Neytendur
02.02.2020

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár
EyjanNeytendur
23.07.2019

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“
EyjanNeytendur
01.07.2019

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“
EyjanNeytendur
06.05.2019

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn
EyjanNeytendur
02.05.2019

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“