Sjáðu hvað leyndist inni í vinsælu barnaleikfangi

Það borgar sig að vera vakandi fyrir þessum vágesti

Er vinsælt leikfang og til á mörgum íslenskum heimilum.
Sophie Er vinsælt leikfang og til á mörgum íslenskum heimilum.

Til eru mýmörg dæmi þess að vinsæl barnaleikföng séu stútfull af myglu. Dæmi um slíkt leikfang er gíraffinn Sophie sem er til á mörgum íslenskum heimilum. Sophie er markaðssett sem naghringur fyrir ungbörn en eins og myndirnar bera með sér getur óboðinn gestur komið sér fyrir í leikfanginu.

Dana Chianese, breskur ungbarnatannlæknir, vakti nýlega athygli á þessu. Hún viðurkennir að hafa mælt með notkun leikfanga eins og Sophie fyrir foreldra ungbarna og hún hafi til að mynda notað það sjálf fyrir sitt barn.

Á dögunum ákvað hún að freista þess að þvo gíraffann enda kom torkennileg lykt út úr loftventli á leikfanginu. Dana ákvað að klippa gíraffann í sundur og þá kom í ljós að ekki var allt með felldu. Mikil mygla hafði komið sér fyrir inni í leikfanginu.

Þetta er langt því frá eina dæmið sem hefur komið upp. Breska blaðið Mirror fjallaði um þetta á dögunum á vakti athygli á fleiri sambærilegum dæmum frá foreldrum ungra barna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.