Þetta hirðir ríkið af áfengi og tóbaki eftir hækkanir

76% af heildsöluverði tóbaksdósar og 82% af verði vodkaflösku eru skattar – Áfengis- og tóbaksgjöld hækkuð um áramótin

Sú ákvörðun stjórnvalda að hækka tóbaksgjald á neftóbak verulega nú um áramótin þýðir að ríkið tekur nú beint til sín ríflega 76 prósent af hverri sölueiningu í formi skatta sem ÁTVR selur í heildsölu til verslana. Verð á hverri 50 gramma dós af íslenska neftóbakinu er á mörgum sölustöðum komið yfir þrjú þúsund krónur.

Þótt gjöld á sígarettur og áfengi hafi hækkað heldur minna, eða um 4,7 prósent, þá tekur ríkið nú til sín allt að 82 prósentum af hverri vodkaflösku og 67 prósentum af hverju kartoni af sígarettum.

DV óskaði eftir sundurliðun á álagningu áfengis og tóbaks hjá ÁTVR og sýna þær upplýsingar sem fengust svart á hvítu hversu stóran skerf ríkið tekur nú til sín af hverri vörutegund.

Mikil hækkun á neftóbaki

Rétt tæplega 40 tonn af neftóbaki seldust í fyrra og hefur aldrei verið selt annað eins magn en meirihluti neytenda notar tóbakið í vör. ÁTVR selur neftóbakið í heildsölu til verslana þar sem hver sölueining er 20 stykki af 50 gramma dósum. Sem dæmi um þær hækkanir sem orðið hafa á undanförnum árum á einni slíkri sölueiningu þá kostuðu 20 dósir í heildsölu hjá ÁTVR 29.243 krónur 1. janúar 2014. Í fyrra var verðið komið upp í 29.260 krónur en nú um áramótin hækkaði það í 47.052 krónur, eða um tæpar 17.800 krónur. Það þýðir að hver dós sem verslanir kaupa af ÁTVR kostar 2.352 krónur en er síðan seld með álagningu verslana nú á 3.058 krónur – eins og dæmi er um. Álagning upp á 706 krónur.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.