fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Neytendur

Þetta hirðir ríkið af áfengi og tóbaki eftir hækkanir

76% af heildsöluverði tóbaksdósar og 82% af verði vodkaflösku eru skattar – Áfengis- og tóbaksgjöld hækkuð um áramótin

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 11. janúar 2017 07:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sú ákvörðun stjórnvalda að hækka tóbaksgjald á neftóbak verulega nú um áramótin þýðir að ríkið tekur nú beint til sín ríflega 76 prósent af hverri sölueiningu í formi skatta sem ÁTVR selur í heildsölu til verslana. Verð á hverri 50 gramma dós af íslenska neftóbakinu er á mörgum sölustöðum komið yfir þrjú þúsund krónur.

Þótt gjöld á sígarettur og áfengi hafi hækkað heldur minna, eða um 4,7 prósent, þá tekur ríkið nú til sín allt að 82 prósentum af hverri vodkaflösku og 67 prósentum af hverju kartoni af sígarettum.

DV óskaði eftir sundurliðun á álagningu áfengis og tóbaks hjá ÁTVR og sýna þær upplýsingar sem fengust svart á hvítu hversu stóran skerf ríkið tekur nú til sín af hverri vörutegund.

Mikil hækkun á neftóbaki

Rétt tæplega 40 tonn af neftóbaki seldust í fyrra og hefur aldrei verið selt annað eins magn en meirihluti neytenda notar tóbakið í vör. ÁTVR selur neftóbakið í heildsölu til verslana þar sem hver sölueining er 20 stykki af 50 gramma dósum. Sem dæmi um þær hækkanir sem orðið hafa á undanförnum árum á einni slíkri sölueiningu þá kostuðu 20 dósir í heildsölu hjá ÁTVR 29.243 krónur 1. janúar 2014. Í fyrra var verðið komið upp í 29.260 krónur en nú um áramótin hækkaði það í 47.052 krónur, eða um tæpar 17.800 krónur. Það þýðir að hver dós sem verslanir kaupa af ÁTVR kostar 2.352 krónur en er síðan seld með álagningu verslana nú á 3.058 krónur – eins og dæmi er um. Álagning upp á 706 krónur.

Þetta hirðir ríkið af tóbakinu

Hjá ÁTVR fengust þær upplýsingar að innkaupsverð á einni sölueiningu (20 dósum) nemi 5.410 krónum. Við bætast síðan skattar, þ.e. tóbaksgjald og virðisaukaskattur, upp á 35.853 krónur og loks nemur heildsöluálagning ÁTVR 5.787 krónur. Hér nema skattar 76,2% af heildarverði sölueiningarinnar.


57 þúsund krónum dýrara í ár

Ein dós á viku kostar þig 156 þúsund í ár
57 þúsund krónum dýrara í ár

Algengt verð á tóbaksdós í janúar í fyrra var um 1.900 krónur. DV fjallaði um það þá að einstaklingur sem notar eina dós á viku gæti sparað sér 98.800 krónur á ári með því að hætta.

Nú þegar verð á dós í smásölu er komin um og yfir þrjú þúsund krónur hefur sú tala hækkað, eins og gefur að skilja. Einstaklingur sem notar eina dós á viku í ár sparar 156 þúsund krónur á ári, miðað við að dósin kosti 3 þúsund krónur.

Ef notendur eru hins vegar ekki á þeim buxunum að hætta að nota neftóbak þá má sjá að þeir munu greiða ríflega 57 þúsund krónum meira fyrir fíknina í ár en í fyrra, þökk sé skattahækkunum.


Neftóbak

Hér má sjá hvernig verðlagning á tóbakið í heildsölu lítur út. Þarna á smásalan eftir að leggja sitt á.
Í ríkiskassann Hér má sjá hvernig verðlagning á tóbakið í heildsölu lítur út. Þarna á smásalan eftir að leggja sitt á.
Álagning/tegund Neftóbak % af heildsöluverði Sígarettur % af heildsöluverði Vindlar % af heildsöluverði
Innkaupsverð 5.410 kr. 11,5% 2.089 kr. 20,7% 2.849 kr. 35,6%
Skattar 35.853 kr. 76,2% 6.764 kr. 67% 4.169 kr. 52,1%
Álagning ÁTVR 5787 12,3% 1.241 kr. 12,3% 984 kr. 12,3%
Heildsöluverð 47.052 kr. 100% 10.096 kr. 100% 8.003 kr. 100%

Miðað er við heildsölueiningar. Neftóbak: 20×50 gramma dósir. Sígarettur karton (10 pk) og vindlar 10×10 stk. í pakka.
Skattar = Virðisaukaskattur og tóbaksgjald


Þetta hirðir ríkið af áfenginu

Lítum nú á verðlagningu áfengis. Tökum sem dæmi 700 ml. vodkaflösku, 37,5% að styrk, og sjáum hvað býr að baki 5.290 króna verðlagningu hennar í Vínbúð.

ÁTVR kaupir flöskuna inn á 444 krónur stykkið. Á hana leggjast síðan skattar, í formi áfengisgjalds, virðisaukaskatts og skilagjalds, sem nema 4.335 krónum. Álagning ÁTVR nemur síðan 510 krónum. Þannig verður flaska sem kostaði 444 krónur í innkaupum að 5.290 króna flösku í Vínbúð. Flaskan sem kostaði 444 krónur í innkaupum er síðan seld í Vínbúðum á 5.290 krónur. Þarna nema skattar 81,95% af heildarverði flöskunnar.

Bjórinn er ekki undanskilinn þessu þótt álagningin sé heldur lægri. Tökum sem dæmi 500 ml. bjórdós, 5% að styrk, sem kostar 369 krónur í Vínbúð.
ÁTVR kaupir hana inn á 106 krónur. Við bætast áðurnefnd gjöld og skattur upp á rúmar 211 krónur og álagning ÁTVR nemur rúmum 50 krónum. Þarna nema skattar 57,34% af heildarverði bjórdósarinnar. Hlutfallið er 55,91% af 750 ml. flösku af rauðvíni sem kostar 1.999 krónur í Vínbúð og annað eins af 9.000 króna koníaksflösku.


Áfengi

Álagning/Tegund Bjór % af heildarverði Vodki % af heildarverði Rauðvín % af heildarverði
Innkaupsverð 106 kr. 28,92% 444 8,39% 606 30,35%
Skattar 211 kr. 57,34% 4.335 kr. 81,95% 1.117 kr. 55,91%
Álagning ÁTVR 50 kr. 13,74% 510 kr. 9,65% 274 kr. 13,74%
Heildarverð 369 kr. 100% 5.290 kr. 100% 1.999 kr. 100%

Skattar = virðisaukaskattur, áfengis- og skilagjald

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanNeytendur
24.04.2020

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19
EyjanNeytendur
12.04.2020

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“
Neytendur
09.02.2020

Hvað er málið með örorkubætur?

Hvað er málið með örorkubætur?
Neytendur
02.02.2020

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár
EyjanNeytendur
23.07.2019

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“
EyjanNeytendur
01.07.2019

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“
EyjanNeytendur
06.05.2019

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn
EyjanNeytendur
02.05.2019

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“